Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Side 75
S t r a u j á r n i ð o g v i s k í f l a s k a n
TMM 2010 · 1 75
Stockhausen, Maurizio Kagel, John Cage og aðstandendurna báða.
Hreinn Friðfinnsson var eins konar ráðgjafi við uppátækið sem mæltist
misjafnlega fyrir og þótti ýmsum sem þar hefðu gemlingarnir sýnt sitt
sanna eðli; varla gæti sú list talist göfug sem héngi á veggjum kaffi
húsa.47
Atli Heimir blés ferskum vindum í menningarumræðuna með ýmsu
móti, og enn sem fyrr voru síður Birtings vettvangur fyrir frjóa orðræðu
um nýja list. Hann ritaði grein um Stockhausen og þýddi aðra eftir
Morton Feldman; áður hafði komið út í Félagsbréfum Almenna bóka
félagsins forvitnileg lýsing eftir György Ligeti á þöglum fyrirlestri um
framtíð tónlistar. Fyrirlesturinn varð að átta mínútna gjörningi eða
hljóðskúlptúr í anda Johns Cage eftir því sem þolinmæði áheyrenda
þvarr og öskur, stapp og hlátrasköll urðu háværari; að lokum var tón
skáldið dregið út úr fyrirlestrarsalnum og gjörningurinn þar með á
enda.48
Kóreumaður með snuð
En hafi tíðarandinn kristallast í einum viðburði öðrum fremur hlýtur
það að hafa verið uppákoman á tónleikum Musica Nova í Lindarbæ
vorið 1965. Atli hafði haft kynni af Kóreubúanum Nam June Paik, sem
lærði tónsmíðar í Þýskalandi, hafði búið um skeið í Köln en var fluttur
til Bandaríkjanna þegar hér var komið sögu. Í fylgd með honum var
bandaríski sellóleikarinn Charlotte Moorman, nemandi hins víðfræga
Leonards Rose og með meistaragráðu frá Juilliard upp á vasann. Lista
fólkið var á leið í tónleikaferð til Evrópu og gerði stuttan stans, þó nógu
langan til að ræða við blaðamenn sem gerðu tónleikunum góð skil. Ekki
verður sagt að landsmenn hafi ekki vitað hvað í vændum var; blaðamað
ur Alþýðublaðsins sagði að flöskubrot og glamur á vaskaföt í verkum
hinna ungu íslensku tónskálda væri hreinasti barnaleikur í samanburði
við það sem erlendu gestirnir hefðu í hyggju. „Nótnabækur þeirra
innihalda m.a. tákn um að nú eigi að saga timbur, nú eigi að hringla
keðjum, nú eigi að spila á píanó sem er fullt af Reykjalundarkubbum, nú
eigi að skjóta af skammbyssu, brjóta flösku, sprengja blöðrur, berja með
hamri á öskutunnulok, nudda skó með sandpappírssólum á steikar
pönnu o.fl.“49
Þegar tónleikagestir gengu inn í Lindarbæ sat Paik í einu horni and
dyrisins og stjórnaði K456, mannhæðarháu vélmenni sem gaf frá sér
ýmiss konar hljóð og hreyfði útlimi þegar tónlistarmaðurinn ýtti á við
eigandi takka. Hafi mönnum þótt þetta nýstárleg uppákoma kastaði