Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Síða 75

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Síða 75
S t r a u j á r n i ð o g v i s k í f l a s k a n TMM 2010 · 1 75 Stockhausen, Maurizio Kagel, John Cage og aðstandendurna báða. Hreinn Friðfinnsson var eins konar ráðgjafi við uppátækið sem mæltist misjafnlega fyrir og þótti ýmsum sem þar hefðu gemlingarnir sýnt sitt sanna eðli; varla gæti sú list talist göfug sem héngi á veggjum kaffi­ húsa.47 Atli Heimir blés ferskum vindum í menningarumræðuna með ýmsu móti, og enn sem fyrr voru síður Birtings vettvangur fyrir frjóa orðræðu um nýja list. Hann ritaði grein um Stockhausen og þýddi aðra eftir Morton Feldman; áður hafði komið út í Félagsbréfum Almenna bóka­ félagsins forvitnileg lýsing eftir György Ligeti á þöglum fyrirlestri um framtíð tónlistar. Fyrirlesturinn varð að átta mínútna gjörningi eða hljóðskúlptúr í anda Johns Cage eftir því sem þolinmæði áheyrenda þvarr og öskur, stapp og hlátrasköll urðu háværari; að lokum var tón­ skáldið dregið út úr fyrirlestrarsalnum og gjörningurinn þar með á enda.48 Kóreumaður með snuð En hafi tíðarandinn kristallast í einum viðburði öðrum fremur hlýtur það að hafa verið uppákoman á tónleikum Musica Nova í Lindarbæ vorið 1965. Atli hafði haft kynni af Kóreubúanum Nam June Paik, sem lærði tónsmíðar í Þýskalandi, hafði búið um skeið í Köln en var fluttur til Bandaríkjanna þegar hér var komið sögu. Í fylgd með honum var bandaríski sellóleikarinn Charlotte Moorman, nemandi hins víðfræga Leonards Rose og með meistaragráðu frá Juilliard upp á vasann. Lista­ fólkið var á leið í tónleikaferð til Evrópu og gerði stuttan stans, þó nógu langan til að ræða við blaðamenn sem gerðu tónleikunum góð skil. Ekki verður sagt að landsmenn hafi ekki vitað hvað í vændum var; blaðamað­ ur Alþýðublaðsins sagði að flöskubrot og glamur á vaskaföt í verkum hinna ungu íslensku tónskálda væri hreinasti barnaleikur í samanburði við það sem erlendu gestirnir hefðu í hyggju. „Nótnabækur þeirra innihalda m.a. tákn um að nú eigi að saga timbur, nú eigi að hringla keðjum, nú eigi að spila á píanó sem er fullt af Reykjalundarkubbum, nú eigi að skjóta af skammbyssu, brjóta flösku, sprengja blöðrur, berja með hamri á öskutunnulok, nudda skó með sandpappírssólum á steikar­ pönnu o.fl.“49 Þegar tónleikagestir gengu inn í Lindarbæ sat Paik í einu horni and­ dyrisins og stjórnaði K456, mannhæðarháu vélmenni sem gaf frá sér ýmiss konar hljóð og hreyfði útlimi þegar tónlistarmaðurinn ýtti á við­ eigandi takka. Hafi mönnum þótt þetta nýstárleg uppákoma kastaði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.