Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Side 78

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Side 78
Á r n i H e i m i r I n g ó l f s s o n 78 TMM 2010 · 1 atriðum af tíu var lokið. „Að Musica Nova ætti eftir að hafa „strip­tease“ sýningu karla sem sitt hjartans áhugamál og aðaluppistöðu, hefði maður etið hattinn sinn upp á að ætti eftir að gerast.“51 Björn Franzson tók það skýrt fram í upphafi greinar sinnar að hann væri ekki að skrifa tónleikaumsögn; gjörningurinn þótti honum ekki verðskulda slíkt nafn heldur talaði hann um skrípaleik, sagði hvergi hafa örlað á skemmtilegu eða hnyttilegu atriði í efnisskránni sem þó hefði tekið á þriðju klukkustund.52 Stysti dómurinn, og þó sá sem mest sveið undan, var sá sem Þorkell Sigurbjörnsson skrifaði í Vísi undir yfirskrift­ inni „Rusl“. Þar kvaðst hann hafa gengið á dyr í þann mund sem Kór­ eumaðurinn opinberaði bakhluta sinn, og harmaði það að nafn Musica Nova skyldi notað til að „selja heiðarlegu fólki svona ömurlega heimsku, svona rusl af sorphaugum stórborganna“.53 Að Þorkell skyldi taka svo djúpt í árinni hlaut að vera vísbending um að forsvarsmenn Musica Nova væru í meira lagi ósáttir við gjörninginn. Réttri viku eftir að umsögn hans birtist í Vísi mátti finna afsökunar­ beiðni félagsins á síðum flestra blaðanna: Af gefnu tilefni vill stjórn MUSICA NOVA taka fram, að allir flytjendur, sem fram hafa komið á vegum félagsins á liðnum árum hafa a) átt hér leið um Reykjavík, hvort eð er, b) þeir hafa boðið félaginu list sína með erlendum meðmælum (t.d. blaða­ dómum), c) einstaklingar innan félagsins (eða aðrir kunningjar flytjendanna) hafa á eigin ábyrgð mælt með þeim. Varðandi síðustu heimsókn (cellóleikkonu, Kóreumanns og gervikarls) vill stjórnin taka fram a) að fólkið átti leið hér um, b) að það hefur komið fram á vegum hliðstæðra samtaka í nágrannalöndunum, c) að blaðadómar lögðu áherzlu á hæfileika frk. Moorman til að túlka hina ágætustu samtímatónlist. Það ætti að vera óþarfi að benda á það, að háttalag seinustu „gesta“, þegar til kastanna kom, var algerlega óskylt markmiði félagsins, nánar sagt ófyrirsjáan­ legt slys.54 Vísast hefur hlakkað í ýmsum yfir óförunum. Mörgum þótti almennt séð lítið til atómmúsíkurinnar koma og ónefndur penni sem ritaði í Alþýðublaðið taldi að allt fárið kringum tónleikana hefði verið „mátu­ legt á hina elektrónísku útvarpstruflanapípara, sem vaðið hafi uppi í menningarlífinu“.55 Atla Heimi þóttu starfsbræður sínir á hinn bóginn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.