Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Síða 78
Á r n i H e i m i r I n g ó l f s s o n
78 TMM 2010 · 1
atriðum af tíu var lokið. „Að Musica Nova ætti eftir að hafa „striptease“
sýningu karla sem sitt hjartans áhugamál og aðaluppistöðu, hefði maður
etið hattinn sinn upp á að ætti eftir að gerast.“51
Björn Franzson tók það skýrt fram í upphafi greinar sinnar að hann
væri ekki að skrifa tónleikaumsögn; gjörningurinn þótti honum ekki
verðskulda slíkt nafn heldur talaði hann um skrípaleik, sagði hvergi hafa
örlað á skemmtilegu eða hnyttilegu atriði í efnisskránni sem þó hefði
tekið á þriðju klukkustund.52 Stysti dómurinn, og þó sá sem mest sveið
undan, var sá sem Þorkell Sigurbjörnsson skrifaði í Vísi undir yfirskrift
inni „Rusl“. Þar kvaðst hann hafa gengið á dyr í þann mund sem Kór
eumaðurinn opinberaði bakhluta sinn, og harmaði það að nafn Musica
Nova skyldi notað til að „selja heiðarlegu fólki svona ömurlega heimsku,
svona rusl af sorphaugum stórborganna“.53
Að Þorkell skyldi taka svo djúpt í árinni hlaut að vera vísbending um
að forsvarsmenn Musica Nova væru í meira lagi ósáttir við gjörninginn.
Réttri viku eftir að umsögn hans birtist í Vísi mátti finna afsökunar
beiðni félagsins á síðum flestra blaðanna:
Af gefnu tilefni vill stjórn MUSICA NOVA taka fram, að allir flytjendur, sem
fram hafa komið á vegum félagsins á liðnum árum hafa
a) átt hér leið um Reykjavík, hvort eð er,
b) þeir hafa boðið félaginu list sína með erlendum meðmælum (t.d. blaða
dómum),
c) einstaklingar innan félagsins (eða aðrir kunningjar flytjendanna) hafa á
eigin ábyrgð mælt með þeim.
Varðandi síðustu heimsókn (cellóleikkonu, Kóreumanns og gervikarls) vill
stjórnin taka fram
a) að fólkið átti leið hér um,
b) að það hefur komið fram á vegum hliðstæðra samtaka í nágrannalöndunum,
c) að blaðadómar lögðu áherzlu á hæfileika frk. Moorman til að túlka hina
ágætustu samtímatónlist.
Það ætti að vera óþarfi að benda á það, að háttalag seinustu „gesta“, þegar til
kastanna kom, var algerlega óskylt markmiði félagsins, nánar sagt ófyrirsjáan
legt slys.54
Vísast hefur hlakkað í ýmsum yfir óförunum. Mörgum þótti almennt
séð lítið til atómmúsíkurinnar koma og ónefndur penni sem ritaði í
Alþýðublaðið taldi að allt fárið kringum tónleikana hefði verið „mátu
legt á hina elektrónísku útvarpstruflanapípara, sem vaðið hafi uppi í
menningarlífinu“.55 Atla Heimi þóttu starfsbræður sínir á hinn bóginn