Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 80

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 80
Á r n i H e i m i r I n g ó l f s s o n 80 TMM 2010 · 1 hafa ákvarðanir flytjandans afgerandi áhrif á útkomuna. Í formála segir Atli beinlínis að lengd verksins fari eftir smekk flytjandans, enda er hraðaforskriftin í meira lagi sveigjanleg; 30–120 slög á mínútu eftir því sem verkast vill. Tónlistin byggist á þrástefjum, litlum tónabrotum sem eru endurtekin margoft án þess að nokkuð annað gerist. Þegar líður á verkið margfaldast endurtekningarnar svo að allverulega tekur að reyna á þolinmæði hlustandans. Um miðbikið er ein einasta nóta með forslagi endurtekin 67 sinnum, en að því loknu tekur við kafli sem má vera allt frá fimm og upp í tuttugu sekúndur og á píanistinn að nota þann tíma til að setja „einhverjar óvenjulegar preparasjónir“ á þrjá strengi sem síðan leika áberandi hlutverk í næsta tónamengi. Atli Heimir lýsti hugmyndinni að baki Mengi með eftirfarandi orðum: „Þetta er eins og lítill snjóbolti sem veltur niður fjall, hann hleð­ ur upp á sig, þangað til að hann er búinn að hlaða svo mikið upp á sig að hann getur ekki oltið lengra. Og þá er eiginlega verkið búið.“60 Mengi var eitt þeirra tónverka sem rötuðu á síður Birtings; í formála að þeirri útgáfu kvaðst höfundur hafa notað „dauf spennulítil tónbil, jafnvel átt­ undir. Mér leiðast hræðilega þessar eilífu litlu og stóru tvíundir, stóru sjöundir, litlu og stóru níundir, sem voru yndislegar hjá Webern en í höndum þeirra sem stæla hann eru þessi tónbil … hræðileg vegna ofnotkunar.“ Takmark verksins var fyrst og fremst að finna gleðina í endurtekningunni. „Í mínum eyrum hafa endurtekningar sérstakt seiðmagn, það getur verið leiðinlegt að heyra alltaf það sama, en leiðin­ legir hlutir verða skemmtilegir ef maður fæst nógu lengi við þá, það þarf aðeins að endurtaka nógu oft.“61 Þótt straujárnsspil og gjörningakúnstir hafi aðeins lifað skamma hríð hefur eitt aðalsmerki flúxusmanna orðið langlíft í verkum Atla. Tónlist­ ina átti ekki að taka of hátíðlega; í hinni hefðbundnu og stífu tónleika­ upplifun átti að skapa rými fyrir kátínu og grallaraskap af ýmsum toga. „Ég er þeirrar skoðunar að það sé mjög mikilvægt að skemmta sér vel við þá vinnu sem maður innir af hendi,“ skrifaði hann í tengslum við skemmtiverk sitt í gjörningastíl frá árinu 1967, For boys and girls.62 Hann kallar það „divertimento­hugsunarháttinn“, að tónlistin sé fyrst og fremst til að skemmta bæði flytjendum og áheyrendum, og það við­ horf má heyra í verkum eins og Side By Side og Bizzarreries, fyrir tón­ band, flautu, píanó og sópran. Á seinni árum hafa sömu eðlisþættir skinið í gegn í verkum fyrir ýmsar hljóðfærasamsetningar sem bera sameiginlegt heiti, Íslenskt rapp. Þar er dæmigerður íslenskur þjóðlaga­ rytmi – 4–3–4–2 – settur við frumsamda dellutexta af ýmsum toga og stundum bregður fyrir klassískum rímnakveðskap mitt í hringiðunni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.