Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Síða 93

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Síða 93
TMM 2010 · 1 93 Stefán Pálsson Rýnt í rústirnar Bókmenntagrein verður til Þann fyrsta apríl 2006 sló danska dagblaðið Berlingske Tidende upp stórfrétt af nýjasta útrásarævintýri Íslendinga. Samkvæmt blaðinu hafði fjárfestingarsjóðurinn Saga Fairytales Holding ákveðið að ráðast í byggingu nýs óperuhúss í borginni við sundið, steinsnar frá glænýrri Kaupmannahafnaróperunni. Hildur Ámoldsdóttir, framkvæmdastjóri Íslendinganna, staðfesti fréttina og tók fram að fjárfestarnir væru mjög bjartsýnir á verkefnið. Þótt aprílgöbb séu eðli málsins samkvæmt uppspuni, segja þau oft ekki minni sögu en „alvöru“ fréttir. Góð aprílgöbb endurspegla það sem efst er á baugi hverju sinni og þótt auðvitað einkennist þau af galgopa­ legum ýkjum og útúrsnúningum, þá má gabbið ekki vera svo fráleitt að enginn trúi. Það segir því talsverða sögu um þá mynd sem Danir höfðu af nýríkum íslenskum peningamönnum á vormánuðum 2006 að hægt hafi verið að spinna sögu um óperuhús númer tvö. Sama dag á Íslandi gátu blaðalesendur fræðst um einstæð vaxtakjör á húsnæðislánum Den Danske Bank sem taka myndi til starfa á hádegi í útibúi SPRON við Skólavörðustíg. Dönsku bankamennirnir byðu íbúða­ lán á þrjú prósent vöxtum, þó að hámarki tuttugu milljónir. Fylgdi sög­ unni að betra væri að mæta snemma í röðina, því ekki yrðu nema u.þ.b. tvö hundruð lán í boði. Tæpum fjórum árum síðar eru glensfregnir þessar eins og ósmekk­ legir brandarar eða pínlegar minningar um tímabil sem óþægilegt er að rifja upp. Sumir kynnu jafnvel að segja að stórir hlutar íslensks þjóð­ félags og efnahagslífs hafi um allnokkurt skeið verið eitt stórt apríl­ gabb. Þótt alltaf sé varasamt að varpa of snemma fram miklum spádómum um „dóma sögunnar“ er óhætt að slá því föstu að síðustu misseri hafi verið eitthvert mesta umbrotaskeið Íslandssögu síðustu áratuga. Sagn­ fræðingar komandi kynslóða, sem og aðrir fræðimenn, munu freista
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.