Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Qupperneq 94

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Qupperneq 94
S t e fá n Pá l s s o n 94 TMM 2010 · 1 þess að kryfja þetta tímabil, skýra orsakir efnahagshrunsins og reyna að skilja afleiðingar þess. Þetta uppgjör er raunar hafið, en nú þegar hafa komið út svo margar bankahrunsbækur að bókmenntafræðingurinn Guðni Elísson treystir sér til að lýsa því yfir að þær myndi nú sérstaka grein (e. genre) í íslenskri menningarsögu.1 Þótt endalaust megi togast á um hvaða bækur eigi að falla undir skilgreininguna, má segja að þær stappi nærri því að fylla tuginn og fátt bendir til annars en að þeim eigi eftir að fjölga á næstu misserum. Þessi titlafjöldi er athyglisverður í ljósi þess hversu lítil hefð er fyrir bókum um samtímapólitísk málefni hér á landi. Deilurnar um veru Bandaríkjahers á Miðnesheiði voru í áratugi helsta þrætuepli íslenskra stjórnmála. Samt virtist enginn treysta sér til að rita bók um herstöðva­ málið og sögu þess meðan á kalda stríðinu stóð og lítið bólar á fyrstu heildstæðu rannsókninni í bókarformi á því hvernig brottför hersins bar að. Sömu sögu er að segja um landhelgismálið sem brann á þjóðinni í aldarfjórðung án þess að rata almennilega á bók fyrr en löngu síðar.2 Laxaveislur og jötunmóður Þegar greinarhöfundur var að bisa við að læra samtímasögu í Háskól­ anum fyrir tæpum fimmtán árum, blöstu við kyndugir bókalistar í stjórnmálahlutanum. Langflestar heimildirnar voru ævisögur – helst sjálfsævisögur – gamalla stjórnmálaleiðtoga sem vörðu ellinni í að reyna að tryggja sinn sess í sögunni og jafna gamla reikninga. Í ritgerðum okkar stúdentanna gjömmuðu svo löngu dauðir foringjarnir hver á annan, oftar en ekki í fyrstu persónu. Minningabækur stjórnmálamanna áttu um langt árabil örugg sæti við topp metsölulista. Fyrir jólin 1980 gáfu þeir Anders Hansen og Hreinn Loftsson út verkið Valdatafl í Valhöll, sem rakti aðdraganda stjórnarmyndunarinnar sama ár og væringar arma innan Sjálfstæðis­ flokksins sem kenndir voru við Gunnar Thoroddsen og Geir Hallgríms­ son, en höfundarnir drógu mjög taum þess síðarnefnda. Bókin seldist eins og heitar lummur. Ekki var áhugaleysi almennings því skýringin á því hversu lítið var gefið út um samtímapólitík.3 Rangt væri þó að láta eins og bókmenntagreinin hafi verið fullkom­ lega vanrækt hér á landi. Baldur Kristjánsson og Jón Guðni Kristjánsson sendu árið 1984 frá sér bókina Verkfallsátök og fjölmiðlafár sem fjallaði rækilega um verkföll opinberra starfsmanna og starfsfólks á prentmiðl­ um þetta sama ár. Árið 1992 hjólaði blaðamaðurinn Halldór Halldórs­
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.