Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Side 97

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Side 97
R ý n t í r ú s t i r n a r TMM 2010 · 1 97 mestu verið unnar áður en bankakerfið hrundi fyrr um haustið. Það eru annars vegar rit Óla Björns Kárasonar, Stoðir FL bresta, um ris og sögu­ legt fall fjárfestingarfélagsins, en hins vegar Nýja Ísland: listin að týna sjálfum sér eftir Guðmund Magnússon. Fyrrnefnda bókin minnir helst á langa sögulega upprifjun í viðskiptablaði og er lítt minnisstæð. Sú síðarnefnda leynir hins vegar á sér og gæti orðið ein þeirra hrunsbóka sem best munu lifa. Við fyrsta lestur Nýja Íslands leitar á hugann sú spurning hvort um sé að ræða rétta bók á röngum tíma eða ranga bók á réttum tíma? Titill verksins var eitt fyrsta fórnarlamb búsáhaldabyltingarinnar. Hugtakið „Nýja Ísland“ hefur í dag öðlast þá merkingu að vísa til breyttra vinnu­ bragða á ýmsum sviðum efnahagslífs og stjórnsýslu sem margir binda vonir við að komist á í kjölfar bankahruns. Guðmundur ritaði bókina hins vegar að mestu á fyrri hluta ársins 2008 og þótt þá hafi verið farið að gefa hressilega á bátinn, virðist höfundur sannfærður um að þjóð­ skipulag útrásartímans með vellríkri yfirstétt, allsráðandi í krafti auðs og félagslegra tengsla, sé komið til að vera. Það samfélag sem höfundur kallar Nýja Ísland var því í raun orðið „Gamla Ísland“ nánast um leið og Guðmundur lýkur við að rita formálann þann tíunda október. Sögusýn höfundarins er skýr. Að hans mati er saga Íslands á tuttug­ ustu öld nær samfelld sigurganga, þar sem ein fátækasta þjóð Evrópu brýst til bjargálna á fáeinum áratugum. Lykillinn að þessum árangri fel­ ist í hægrisinnaðri en þjóðlegri efnahagsstefnu sem Sjálfstæðisflokkur­ inn hafi öðrum fremur staðið fyrir, en jafnframt þeirri staðreynd að öfugt við ýmsa systurflokka sína í Evrópu hafi íslenskir sjálfstæðismenn staðið vörð um nokkurn félagslegan jöfnuð. Fyrir vikið hafi hér sáralítið orðið vart við stéttamun sem telja megi einn jákvæðasta þátt þjóðfélags­ ins. Þessa hugmyndafræði þakkar Guðmundur einstökum leiðtogum Sjálfstæðisflokksins sem hafi með henni tekist að gera flokkinn að hálf­ gerðu sameiningarafli þjóðarinnar. Með tilkomu nýfrjálshyggjunnar hafi Sjálfstæðisflokkurinn vanrækt þessi gömlu jafnaðargildi leiðtoga á borð við Ólaf Thors og Geir Hallgrímsson. Markaðsöflunum hafi verið sleppt lausum með þeim afleiðingum að mikil auðæfi hafi skapast, en á kostnað samfélagsgerðar þar sem háir sem lágir deildu í raun kjörum. Guðmundur saknar þessara þátta úr Gamla Íslandi og talar af lotningu um alþýðlega efnamenn gamla tímans sem tóku sjálfir til hendinni þegar því var að skipta, karla á borð við Alla ríka á Eskifirði eða Þorvald í Síld & fiski. Margt má finna að þeirri söguskoðun sem liggur Nýja Íslandi til
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.