Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Side 100

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Side 100
S t e fá n Pá l s s o n 100 TMM 2010 · 1 ur að telja að margar slíkar bækur fylgi í kjölfarið. Bókin er langt frá því að vera varnarrit, enda má segja að megineinkenni hennar sé nær full­ kominn skortur á sjálfsgagnrýni. Þótt slíkt sé í mörgum tilvikum talið til lasta eða persónuleikabresta, er það í þessu tilviki afar mikilvægur eiginleiki því ella hefði Ævintýraeyjan trauðla verið skrifuð. Ef til vill verður Ævintýraeyjunni best lýst sem brjálæðislegri blöndu af ferðasögu Eiríks frá Brúnum annars vegar og hins vegar skáldsögu Guð­ mundar Einarssonar Mamma, ég var kosinn! Fyrra verkið er saga sveita­ mannsins sem komst í kynni við kónginn og lýsti undrum heimsborg­ arinnar (af nákvæmni sem teldist í dag verðskulda einhvers konar grein­ ingu sem röskun eða heilkenni) en hið síðara er gáskafull persónuleg reynslusaga manns sem álpast inn á Alþingi fyrir runu tilviljana. Ætla mætti að háttsettur yfirmaður í gjaldþrota banka sem ritar minningabók fáeinum mánuðum eftir fall hans hefði þann megintil­ gang með skrifum sínum að halda til haga því sem vel var gert og sann­ færa lesendur um að óviðráðanleg öfl (eða samsæri illra manna – helst útlendinga) hafi ráðið því hvernig fór. Þess í stað tekur Ármann þann pól í hæðina að lýsa því hversu gaman hafi verið í partíinu. Á löngum köflum er frásögnin borin uppi af lýsingu á menntaskóla­ legum vinnustaðarhrekkjum og hetjusögum sem ganga einkum út á að Kaupþingsmenn hafi í krafti peninganna fengið að vera í sömu veislum og frægt fólk. Líklega nær þó frásögn höfundarins af ráðningu sinni sem forstjóra Singer & Friedlander­bankans í Bretlandi best að fanga kjarna bókarinnar. Þar lýsir Ármann fyrsta degi grænjaxlsins í nýju vinnunni sinni, hálfringlaðs og úti á þekju. Skyndilega hringir síminn – kaup­ sýslumaður vill fá lánaða milljarða! Hjarta Íslendingsins tekur kipp, bara búinn að vera í forstjórastólnum í fáeinar mínútur og stóru summ­ urnar strax farnar að velta. Grandaleysi Kaupþingsmannsins vekur furðu lesandans, en eftir því sem hrekklausri frásögninni vindur fram koma sífellt fleiri upplýsingar í ljós sem skýra það hugarfar sem lá að baki rekstri íslensku bankanna á uppgangstíma þeirra. Meðvitað eða ómeðvitað verður Ævintýraeyjan þannig einstök heimild um þetta afdrifaríka skeið og verður væntanlega horft til hennar um langa framtíð. Reyndar má spyrja sig hvort sanngjarnt sé að ganga eins langt og hér er gert í að meta hrunsbækur á grunni þess hversu vel má búast við því að þær eldist. Segja má að það sé í eðli bókmenntagerðarinnar að eldast illa. Þetta eru dægurbókmenntir sem fyrst og fremst leitast við að bregð­ ast hratt við nýjustu tíðindum, setja óreiðukennda atburðarás í tímaröð og svala þannig fróðleiksfíkn lesandans.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.