Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Síða 106
S i l j a A ð a l s t e i n s d ó t t i r
106 TMM 2010 · 1
Ennþá yngra fólk lét til sín taka á leiklistarhátíðinni ArtFart. Það
besta sem ég sá þar var Rándýr eftir Simon Bowen sem Heiðar Sumar
liðason stýrði uppi á háalofti í gömlu timburhúsi í miðbæ Reykjavíkur.
Það fjallaði um græðgi og áhrif hennar á einstaklingana og gekk býsna
nærri manni þó milt sé miðað við Rústað. Flestir leikararnir voru nýút
skrifaðir úr Listaháskólanum og sýndu tilþrif sem lofa góðu fyrir
íslenskt leikhús á næstu árum og áratugum. Heiðar fékk svo inni fyrir
sitt eigið leikrit, Rautt brennur fyrir, í Borgarleikhúsinu, undir stjórn
Kristínar Eysteinsdóttur. Þetta er stutt og þröng en um margt forvitnileg
athugun á parsamböndum út frá spurningunni um hvort sé mikilvæg
ara í lífi manneskjunnar ást eða öryggi og verkið lofar góðu um leik
skáldið. En verkið var stutt og uppsetningin fremur tilgerðarleg og sýn
ingin fékk dræmar viðtökur.
Ýmist æ, æ, æ, æ eða eintóm yndislegheit
Flaggskip stóru leikhúsanna fóru misvel í sjó á árinu. Mestar vonir voru
bundnar við leikverk Brynhildar Guðjónsdóttur, Frida – viva la vida,
sem fjallaði um mexíkósku myndlistarkonuna Fridu Kahlo. Brynhildur
lék sjálf aðalhlutverkið undir stjórn eiginmanns síns, Atla Rafns Sigurð
arsonar. Sýningin var ákaflega litfögur, eins og efni stóðu til, en verkið
teygði sig vítt yfir ævi og örlög Fridu og þótti yfirborðslegt. Samt átti það
varla skilið meðferðina sem það hlaut hjá gagnrýnendum og má velta
fyrir sér hvernig hafi staðið á svo harkalegum viðtökum á verki eftir
unga konu sem þarna var að frumsýna annað leikverk sitt. Var það
vegna þess að gagnrýnendum fannst nóg komið af hrósi handa höfundi
og aðalleikkonu sem hirti á sínum tíma nokkrar Grímur fyrir einlæga
og skemmtilega sýningu sína á Brák í Borgarnesi? Eða vegna þess hve
sýningarinnar hafði lengi verið beðið? Væntingarnar orðnar óhóflegar
og vonbrigðin þess vegna sárari? Eða var í rauninni verið að skamma
Tinnu Gunnlaugsdóttur þjóðleikhússtjóra? Altént er ekki algengt að sjá
fyrirsagnir eins og „Æ, æ, æ, æ“ (María Kristjánsdóttir, Morgunblaðinu,
14.9.09) og „EKKI MEIR, EKKI MEIR“ (Jón Viðar Jónsson, DV, 15.9.09).
Í Fréttablaðinu hét dómur Elísabetar Brekkan því véfréttarlega nafni
„Hver var hundurinn hennar Fridu?“ (15.9.09), og Þorgerður Sigurðar
dóttir endaði ítarlega umsögn sína í Víðsjá Ríkisútvarpsins á þessum
orðum: „Sýningin um Fridu Kahlo er kvöldskemmtun af þeirri gerðinni
sem oft er kölluð hugguleg og sem slík stendur hún fyrir sínu. En við
fangsefnið á hreinlega meira og betra skilið, Frida Kahlo hleypti áhorf
andanum svo nálægt sér að nær verður varla komist, hún sýndi honum