Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Side 109

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Side 109
D a n s i n n í h r u n i TMM 2010 · 1 109 Geirharðsdóttir), Úlfars (Bergur Þór Ingólfsson) og Bellu (Kristjana Stefánsdóttir) eins og þau gerðu í sýningunni Jesú litla á litla sviði Borg­ arleikhússins í aðdraganda nýliðinna jóla. Meðhöfundur og leikstjóri var Benedikt Erlingsson. Þetta varð mikið og stórskemmtilegt sjónarspil með blíðu og yl, gríni og gamni og hörðum pólitískum undirtóni (sem stundum kom vel upp á yfirborðið) og indælli tónlist sem Kristjana sá um og flutti stóran hluta af á sinn einstaka hátt. Það var ekki heiglum hent að fylgja eftir rómaðri sýningu trúðanna á Gleðileiknum guð­ dómlega eftir Dante, Dauðasyndunum frá 2008, og skiptast skoðanir manna mjög í tvö horn um hvor væri betri. Úr því verður ekki skorið enda frumverkin ákaflega ólík og eiga gerólíkan stað í hugum okkar, hjörtum og menningu. Það er áhættulaust að leika sér að Dante og fara með hann nánast hvernig sem verkast vill. Þó að atburðir jólaguðspjalls­ ins hafi gerst 1300 árum áður en Dante fór sína miklu för um handan­ heiminn höfum við öll gert okkur mynd af því sem gerðist þá og þurfum að máta hana við sviðsetninguna. Víst er að báðar sýningar voru fanta­ vel heppnaðar og Jesús litli var ein örfárra leiksýninga sem fékk fullt hús stjarna á árinu. Jón Viðar gaf henni fimm stjörnur í DV og allir létu vel af henni, til dæmis sagði Þorgerður Sigurðardóttir í Víðsjá Ríkisútvarps­ ins að þetta væri „afskaplega vel hugsað og vel unnið leikhúsverk, þar sem samspil texta og leikrænnar og sjónrænnar útfærslu er í góðu jafn­ vægi og miðillinn sjálfur gjörnýttur“. Leikarinn einn Vestur á Ísafirði er á hverju sumri haldin einleikjahátíðin Act Alone sem Elfar Logi Hannesson hefur stýrt frá upphafi. Þar safnar hann til sín úrvali einleikja víðsvegar að af landinu og jafnvel úr heiminum og þykir þetta mikil og góð skemmtun. Hann ætti ekki að vera í vandræðum með hátíðina í ár því einleikir hafa verið nokkuð áberandi á sviðum landsins undanfarið. Svo rammt kvað að þessu á árinu að Borgarleikhúsið bjó til seríu af þeim sem kölluð var Leikarinn einn og kynnt vel. Aldrei sá ég þann vinsælasta í þeirri seríu, Sannleikann hans Péturs Jóhanns Sigfús­ sonar, enda ekki auðvelt að fá miða á hann. En hina þrjá horfði ég á mér til ánægju, Óskar og bleikklæddu konuna eftir Eric­Emmanuel Schmitt með Margréti Helgu Jóhannsdóttur, Ég heiti Rachel Corrie með Þóru Kar­ ítas Árnadóttur og Djúpið eftir Jón Atla Jónasson með Ingvari E. Sigurðs­ syni. Öll þessi verk fjalla um dauðann en á mjög svo ólíkan hátt – enda dauðdagarnir ólíkir. Af þeim situr Djúpið best eftir í minninu, ljóðrænn og sorglegur textinn og blæbrigðaríkur flutningur þessa eðalleikara.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.