Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Side 112

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Side 112
S i l j a A ð a l s t e i n s d ó t t i r 112 TMM 2010 · 1 leiddar eru yfir flóttamenn hér á landi, sem mállausir eru ofurseldir skriffinnum í endalausri bið“. Elísabet Brekkan var ekki eins hrifin í Fréttablaðinu (19.5.09). Nið­ urstaða hennar var að upphafið hefði verið „nokkuð gott og benti til þess að hér væri kannski einhver smáhúmor undirliggjandi en það varð nú því miður ekki. Þó svo að margt hafi verið ákaflega vel gert og flest­ ir listamannanna skilað sínu verki með prýði þá vantaði húmor í heild­ ina.“ Þessi orð urðu Kristínu Ómarsdóttur tilefni til viðbragða í sama blaði viku seinna (26.5.09): „Ósk gagnrýnanda Fréttablaðsins um húmor í sýninguna Orbis Terræ Ora er eflaust til marks um kröfu þessa áratug­ ar: hlæjum – okkur í hel! Hlæjum og sýnum hvorki neikvæðni né biturð á meðan við erum leidd grunlaus til sláturhúss.“ Orbis Terræ Ora var of stór og viðamikil sýning til að geta gengið lengi, þess vegna sáu hana of fáir. En hún var til marks um hugmynda­ flug, stórhug og dirfsku sem listrænn stjórnandi hennar hefur löngum verið þekktur fyrir. Það verður gaman að sjá hvar Margrét Vilhjálms­ dóttir drepur niður fæti næst. Hvar er húfan mín? Barnasýning Þjóðleikhússins á árinu var Kardimommubærinn, gamal­ kunni leikurinn hans Thorbjörns Egner sem Selma Björnsdóttir stýrði að þessu sinni. Þrátt fyrir litríkt svið og búninga og háværan söng og fjörugan dans er sýningin furðulega dauf í minningunni; vélræn. Lík­ lega er meiningin að Oliver! verði líka fyrir börnin en taka þarf fólki vara fyrir að fara með ung börn á þá sýningu. Eins og menn muna er framið morð á síðustu mínútunum og það er ekkert sérlega snyrtilega gert: Bill Sikes lemur Nansý til bana og er lengi að því. Litla stúlkan sem sat fyrir aftan mig á frumsýningu var óhuggandi. Miklu skemmtilegri var sýning Grindvíska atvinnuleikhússins á Hornum á höfði eftir Guðmund Brynjólfsson og Berg Þór Ingólfsson sem líka var leikstjóri. Þar vaknar strákurinn Björn að morgni með tvo óvelkomna og óvænta hnýfla út úr enninu og eftir það hefur hann auðvitað allt á hornum sér. Jórunn vinkona hans á við eigin vandamál að etja en reynir samt sitt ýtrasta til að hjálpa Birni að losna við hornin. Til þess þurfa þau að fara í langa og stranga ævintýraferð um iður jarðar, fjöll og firnindi, og voru staðbundin saga og landslag Suðurnesja afar skemmtilega notuð til að gera textann ríkan og fjölbreyttan. Persónur eru margar í Hornum á höfði en leikararnir voru bara þrír. Til að létta á Sveini Ólafi Gunnarssyni sem lék flest hlutverkin voru stundum not­
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.