Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 112
S i l j a A ð a l s t e i n s d ó t t i r
112 TMM 2010 · 1
leiddar eru yfir flóttamenn hér á landi, sem mállausir eru ofurseldir
skriffinnum í endalausri bið“.
Elísabet Brekkan var ekki eins hrifin í Fréttablaðinu (19.5.09). Nið
urstaða hennar var að upphafið hefði verið „nokkuð gott og benti til
þess að hér væri kannski einhver smáhúmor undirliggjandi en það varð
nú því miður ekki. Þó svo að margt hafi verið ákaflega vel gert og flest
ir listamannanna skilað sínu verki með prýði þá vantaði húmor í heild
ina.“ Þessi orð urðu Kristínu Ómarsdóttur tilefni til viðbragða í sama
blaði viku seinna (26.5.09): „Ósk gagnrýnanda Fréttablaðsins um húmor
í sýninguna Orbis Terræ Ora er eflaust til marks um kröfu þessa áratug
ar: hlæjum – okkur í hel! Hlæjum og sýnum hvorki neikvæðni né biturð
á meðan við erum leidd grunlaus til sláturhúss.“
Orbis Terræ Ora var of stór og viðamikil sýning til að geta gengið
lengi, þess vegna sáu hana of fáir. En hún var til marks um hugmynda
flug, stórhug og dirfsku sem listrænn stjórnandi hennar hefur löngum
verið þekktur fyrir. Það verður gaman að sjá hvar Margrét Vilhjálms
dóttir drepur niður fæti næst.
Hvar er húfan mín?
Barnasýning Þjóðleikhússins á árinu var Kardimommubærinn, gamal
kunni leikurinn hans Thorbjörns Egner sem Selma Björnsdóttir stýrði
að þessu sinni. Þrátt fyrir litríkt svið og búninga og háværan söng og
fjörugan dans er sýningin furðulega dauf í minningunni; vélræn. Lík
lega er meiningin að Oliver! verði líka fyrir börnin en taka þarf fólki
vara fyrir að fara með ung börn á þá sýningu. Eins og menn muna er
framið morð á síðustu mínútunum og það er ekkert sérlega snyrtilega
gert: Bill Sikes lemur Nansý til bana og er lengi að því. Litla stúlkan sem
sat fyrir aftan mig á frumsýningu var óhuggandi.
Miklu skemmtilegri var sýning Grindvíska atvinnuleikhússins á
Hornum á höfði eftir Guðmund Brynjólfsson og Berg Þór Ingólfsson
sem líka var leikstjóri. Þar vaknar strákurinn Björn að morgni með tvo
óvelkomna og óvænta hnýfla út úr enninu og eftir það hefur hann
auðvitað allt á hornum sér. Jórunn vinkona hans á við eigin vandamál
að etja en reynir samt sitt ýtrasta til að hjálpa Birni að losna við hornin.
Til þess þurfa þau að fara í langa og stranga ævintýraferð um iður jarðar,
fjöll og firnindi, og voru staðbundin saga og landslag Suðurnesja afar
skemmtilega notuð til að gera textann ríkan og fjölbreyttan. Persónur
eru margar í Hornum á höfði en leikararnir voru bara þrír. Til að létta á
Sveini Ólafi Gunnarssyni sem lék flest hlutverkin voru stundum not