Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Qupperneq 118
118 TMM 2010 · 1
Á d r e p u r
Guðmundur Páll Ólafsson
Íslandssafn
– að sá, virða og uppskera –
Menn upplifa stöðugt nýja sýn á Móður Jörð og það svo mjög að til eru þeir sem
velta því alvarlega fyrir sér hvort við, Homo sapiens, sem og aðrar lífverur séum
einskonar jarðmyndanir. Ég hallast fremur að því að við séum sérútgáfur af
vatni með algengum aukaefnum. Í þessum stóra, nýja gjafapakka hefur einnig
komið í ljós að veðurfar sem talið hefur verið hrein jarðfræði, ekki síst úrkoma,
er að drjúgum hluta líffræðilegt fyrirbæri og að hitastig á yfirborði Jarðar er og
hefur verið temprað af lífverum ármilljónum saman. Úrkoma verður semsagt
til fyrir tilstilli lífvera og skýin sem þeytast um himinhvolfin eru morandi af
lífi og lífrænum efnum – sem þétta raka og framkalla úrkomu. Þetta eru
öðruvísi rakaský heldur en við héldum og lærðum. Heimsmyndin hefur breyst
og Jörðin er ævintýralegri en nokkurt mannlegt ævintýri.
Líffræðingar hafa lengi velt vöngum um hvað sé lifandi og hvað ekki og bæði
hvernig og hvar greina á þar á milli. En í stað þess að myndin hafi skýrst með
aukinni þekkingu bregður svo við að mörkin verða æ ógreinilegri. Kannski
erum við rétt að byrja að læra starfróf lífsins eða Jarðarinnar, læra að skynja
Jörðina sem risafyrirbæri, risalíkama sem endurnýjar sig líkt og líkami okkar
gerir án þess að við gerum okkur grein fyrir frumudauða og endurnýjun, rétt
eins og hjartsláttur sem heldur áfram eða hættir burtséð frá því hvað við hugs
um eða okkur þykir. Þannig er lífið. Náttúruferli eru viðbrögð við áreiti – og
við erum ekki þau sömu í dag og í gær.
Til þessa hefur stóra sýn líffræðinga verið vistkerfi og lífheimur, biosphere,
þar sem vistkerfi eru nokkuð skýrt afmarkað hugtak á meðan lífheimur er
óljóst, stórt fyrirbæri. Jarðfræðingar hafa á seinni árum skilgreint æ betur
fræðigreinina: Earth System Science, jarðkerfafræði, sem umvefur allt. Vist
kerfi og jarðarkerfin standa fyrir sínu en skilningur okkar á þeim og heildar
samspilinu breytist – frá því að vera nokkuð aðgreind kerfi í það að vera ein
heild þar sem æ örðugara reynist að greina á milli lífrænna og ólífrænna fyr
irbæra. Jafnvel jarðskorpuflekar fá ekki að vera í friði sem hreinræktað jarð
fræðifyrirbæri. Rökstuddur grunur leikur á að starfsemi lífvera sé kveikjan að
atburðarásinni sem þrýstir fleka ofan í iður.
Ólíkt dæmi er magnetít, seguljárnsteinn sem er algeng steind í basalti og
myndast undir miklum þrýstingi í jörðu við háan hita. En seguljárnsteinn