Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 120

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 120
Á d r e p u r 120 TMM 2010 · 1 náttúru þessa stórmerka eylendis í Norður­Atlantshafi, þá eiga þeir auðveldara með að setja sig í spor annarra og ræða af skynsemi og alúð um þau alvarlegu vandamál sem steðja að Móður Jörð og íbúum hennar – og eru sameiginleg hagsmunamál allra Jarðarbúa, manna sem málleysingja. Í stað sérhagsmunapots og hins séríslenska skæklatogs. Og hér getur veglegt og voldugt náttúrusögusafn haft örlagahlutverk. Náttúrusögusafn er eins konar heimilisgarður sem sáð er í – ekki aðeins til að varðveita, heldur líka til að uppskera – á sama hátt og við höfum uppskorið kunnáttuleysi og vanmátt á undanförnum áratugum vegna þess að náttúru­ menntun í landinu er bágborin en í þá grunnmenntun vantar ekki aðeins þekkingu og skilning heldur líka metnað og virðingu. Okkur ber skylda til að gera betur en að endurlífga gamla Náttúrugripasafn Íslands og það er örugglega ætlun allra sem lengi hafa unnið að nýju safni og hvatt stjórnvöld til dáða. Náttúrumunir eru afar mikilvæg rannsóknagögn í bráð og lengd en þeir eru aðeins brot af heildarmynd sem þarf í áhugavert menningarsafn. Þannig vil ég aðgreina rannsóknasafn og menningarsafn undir sama þaki. Og þótt ég leggi hér höfuðáherslu á menningarsafn þá geri ég rannsóknasafni hátt undir höfði því mikilvægi þess verður aldrei ofmetið. En ég vil sjá nýtt menningarsafn sem er svo áhugavert að flestir Íslendingar beri hlýhug til þess, heimsæki það eins og vin, öðlist nýja sýn á land og þjóð við hverja heimsókn, ekki til að berja sér á brjóst heldur til að eflast af þekkingu, skilningi og vitund – og þá kemur virðingin, hin holla sambúð við náttúru og náttúruminjar landsins. Þá öðlast náttúruvernd sinn jákvæða sess á ný og verndun heilda verður markvissari, beinist að heildum í stað bletta eða flatar­ máls. Þegar upp er staðið finnst mér náttúrusögusafn ekki vera rétt heiti þótt það sé mun betra og líflegra en gripasafn eða minjasafn. Ég sé fyrir mér Íslandssafn – safn sem er náttúra Íslands í sinni stórbrotnu mynd, í munum, máli og myndum, samhengi náttúrufyrirbæra; safn sem er náttúra og þjóð í einum pakka; safn sem endurspeglar þjóðina sem í landinu býr, frumleika hennar, visku og virðingu gagnvart jörð sem hefur fóstrað hana. Það er Íslandssafn. Í mínum huga verður Íslandssafn að tengjast náttúrufræðistofnunum lands­ ins og háskólasamfélagi, einkum Háskóla Íslands. Á Íslandssafni eiga líka að vera fyrirlestrar þar sem lögð er áhersla á samtengingu fræðigreina við nátt­ úrufræði í stað þeirrar sundrunar sem enn viðgengst í skólum. Og hvernig förum við að? Hvernig byggjum við besta safn sem völ er á, „hér á landi á“ líkt og skáldið á Skagaströnd orti? „Hér á landi á“ Hjá þjóð sem hefur orðið fyrir efnahagslegu hruni má eflaust ætla að risaverk­ efni á borð við Íslandssafn sé henni ofvaxið. Í einni sögu Astrid Lindgren er söguhetjan lítill vansæll og veikur drengur sem berst við ofurefli. Hann finnur sárlega fyrir smæð sinni og stynur af og til: Bara ef ég væri ekki svona lítill,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.