Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 123

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 123
Á d r e p u r TMM 2010 · 1 123 Vésteinn Ólason Ávarp á Jónsdegi 23. apríl 2009 í Jónshúsi í Kaupmannahöfn Alþingi hefur tekið upp þann sið að halda samkomu á sumardaginn fyrsta, svo­ kallaðan Jónsdag, í Húsi Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn. Forsetar þingsins munu ekki hafa átt heimangengt á erfiðum tímum og skrifstofustjóri Alþingis bað mig að taka að mér að flytja þarna ávarp, og gerði ég það með ánægju. Áður hafði borið á góma við þetta tækifæri samskipti Íslands við erlend ríki og þjóðir, og mér þótti ástæða til að vekja athygli á þætti í samskiptum okkar við Dani sem sjaldnar er nefndur en deilur um stjórnarfar og maðkað mjöl. Gleðilegt sumar, virðulega samkoma! Það er mér mikil ánægja, og heiður, að fá að ávarpa ykkur, hér í þessu húsi og á þessum degi. Fyrir nákvæmlega fjörutíu árum, á sumardaginn fyrsta 1969, ávarpaði ég reyndar samkomu Íslendinga hér í Kaupmannahöfn, á fyrsta dval­ arári mínu sem sendikennari við Hafnarháskóla. Það ávarp er nú löngu gleymt, og bættur skaðinn, en ég man þó að ég las upp kvæði eftir Jónas Hallgrímsson sem hann orti tvítugur og er ekki mjög þekkt. Það heitir „Sumardagsmorg­ uninn fyrsta 1828. Í rúmi mínu“. Jónas var sem sagt ekki nema tvítugur þegar hann orti það, á Bessastöðum, og það byrjar svona: Flýttu fjalla yfir brún, dagur, þér, það er í þörf á Kamtschatka að bíða. Lengur eg ei ligg á dún, en læt nú strax fara að hringja til tíða. Þá skalt þú ei sjá, hvað er heiðarleg hátíð sem halda ætla eg núna. Það er æði asi á mér, eg vil fljótt hafa messuna búna. Gaman er að veita því athygli að unga skáldið hugsar hnattrænt, löngu fyrir daga hnattvæðingar. Náttúrufræðingurinn er kominn á kreik. Og það er hugur í piltinum. Honum liggur á. Enda hafði hann skamman tíma til að vinna verk sín. Enn liðu þrjú ár áður en hann tók sig upp og hélt hingað til Hafnar til háskólanáms. Ákvörðunin dróst, en enginn vafi er á því hve mikilvæg hún var fyrir Jónas og íslenska menningu. Hér var sú deigla og þeir menntakostir sem hann þurfti á að halda til að þroska snilligáfuna sem hann bjó yfir og vissulega lætur á sér kræla í vísum hans frá 1828. Mig langar að nota þessar mínútur sem ég hef hér til ráðstöfunar til að líta sem í svipsýn yfir samvinnu Dana og Íslendinga á sviði íslenskra fræða. Það er ekkert launungarmál að samvinna á sviði stjórnmála og viðskipta hefur stund-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.