Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Blaðsíða 126

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Blaðsíða 126
Á d r e p u r 126 TMM 2010 · 1 málinu, og norræn fræði og þeir sem þau iðkuðu nutu góðs af áhuga hans og áhrifum. Síðar hafa margir fylgt í þau fótspor. Samtímamenn Rasks og sam­ verkamenn í eflingu fræðanna voru Finnur Magnússon prófessor (1781–1847) og Sveinbjörn Egilsson (1791–1852). Þetta er nú orðin nokkur nafnaþula, og hef ég þó nefnt fá nöfn af þeim sem nefna mætti, en af þeim fjölda sem í kjölfar þeirra Rasks og Finns Magnússon­ ar komu að þessum verkum verð ég nefna fáeina. Carl Christian Rafn (1795– 1864) var ekki mikill lærdómsmaður en þeim mun meiri skörungur til fjáröfl­ unar og framkvæmda, og sá þess stað í félagsstarfi, tímarita­ og bókaútgáfu, sem fram fór á vegum Hins konunglega norræna fornritafélags, sem var stofn­ að 1825. Samtímamenn hans og helstu samstarfsmenn voru þeir Konráð Gíslason og Jón Sigurðsson. Þótt Konráðs sé nú einkum minnst á Íslandi fyrir Fjölni og vináttu við Jónas Hallgrímsson en Jóns Sigurðssonar fyrir stjórn­ málastarf, er sannleikurinn sá að báðir unnu afrek á sviði íslenskra fræða sem mundu nægja til að halda nöfnum þeirra á lofti um langa framtíð. Þekking Jóns Sigurðssonar á íslenskum handritum og afköst hans við útgáfustörf voru feikimikil, eins og rækilega hefur verið dregið fram en hverfur þó í skugga af öðrum afrekum hans. Það verður aldrei nógsamlega lofað af Íslendingum, þegar þess er minnst sem Danir hafa okkur vel gert, hvernig Jóni hlotnaðist hér aðstaða til fræðistarfa og lífsviðurværi, og hvernig hann fékk að sinna þeim og þjóðmálastörfum sínum án þess að dönsk stjórnvöld legðu stein í götu hans. Þar hefur hann án nokkurs vafa notið þeirrar virðingar og sambanda sem hann skapaði sér í fræðaheiminum með störfum sínum á því sviði. Frá því hann hóf hér nám og störf ungur maður og þangað til þrek hans þraut urðu vitaskuld miklar breytingar í landinu frá konungs­ og embættismannaveldi til nútímalegri stjórnarhátta. Í ævisögu Jóns eftir Guðjón Friðriksson er eftirtekt­ arverð tilvitnun í bréf frá Carl Christian Rafn, sem sýnir vel hvern þátt dansk­ ir fræði­ og fræðaáhugamenn áttu í að tryggja Jóni lífsviðurværi. Ég vitna í þýðingu Guðjóns á bréfi Rafns þar sem hann minnist andláts Finns Magnús­ sonar 1847: Um hádegisbil í fyrradag voru sjö ár síðan ég stóð við dánarbeð Finns Magnússonar. Þá kom Christian Thomsen (fornfræðingur, stofnandi danska Þjóðminjasafnsins) og færði þá frétt að Jón Sigurðsson væri settur skjalavörður við skjalasafn Hins norræna fornfræðafélags með 600 ríkisdala árslaunum fyrst um sinn í tvö ár. Þar sem Thomsen hugði að framtíð Jóns Sigurðssonar væri tryggð á þennan hátt og vissi að Finni Magnússyni lá það mjög á hjarta kallaði hann tíðindin inn í eyra hinum deyjandi manni …“ (GF:JS, I, 389). Í ævisögu Guðjóns má víðar sjá þess merki hvernig danskir háskólamenn og fræðimenn hafa lagst á árar til að tryggja það að Jón gæti sinnt fræðastörfum við góð kjör, en ég læt nægja að ítreka hve mikill velgjörðamaður Carl Christi­ an Rafn var Íslendinga og íslenskrar menningar. Meðan hann lifði hélt hann verndarhendi yfir Benedikt Gröndal og lét hann vinna fyrir fornfræðafélagið. Gröndal fann skýrt fyrir breyttum hag þegar Rafn féll frá árið 1864. Hann lýsir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.