Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Qupperneq 127
Á d r e p u r
TMM 2010 · 1 127
Rafn frábærlega skemmtilega í Dægradvöl, og er lýsingin of löng til að lesa hér,
en Bensi slær þar úr og í að vanda. Ég freistast þó til að taka stuttan kafla:
Rafn var lífið og sálin í fornfræðafélaginu, hann hafði stofnað það og var sekréteri,
en réði einn öllu og gerði allt … Rafn keyrði kónga og keisara, greifa og baróna og
marga ríkismenn og lét þá gefa of fjár til félagsins, svo það varð langauðugast allra
slíkra félaga í Danmörku og líklega alstaðar, og vissi enginn hvernig honum tókst
þetta; sjálfur var hann hlaðinn heiðursmerkjum, en margir öfunduðu hann …
(Dægradvöl, útg. 1965, 215)
Og síðar:
Rafn hafði mikil mök við Íslendinga og gaf út íslenzk fornrit öðru fremur, en þó var
hann aldanskur í lund … (Sama stað, 116)
Á síðari hluta nítjándu aldar komu til starfa í þessum fræðum tveir menn,
annar danskur, hinn íslenskur, sem fengu ótrúlega miklu áorkað sem starfs
menn Hafnarháskóla og Árnasafns, sá danski var Kristian Kålund en Íslend
ingurinn Finnur Jónsson prófessor. Kålund var nokkru eldri, en báðir lifðu
þeir og störfuðu talsvert inn á tuttugustu öld. Hin ótrúlegu afköst Finns við
fræða og útgáfustörf eru alkunn, en ég get ekki látið hjá líða að minnast á þrjú
stórvirki Kålunds, sem voru lýsing sögustaða á Íslandi í tveimur bindum, vís
indaleg útgáfa Sturlungu og síðast en ekki síst skrár um handrit í Árnasafni og
Konunglega bókasafninu, sem í meira en hundrað ár hafa verið ómetanleg
hjálpargögn fyrir alla sem sinna rannsóknum á íslenskum handritum og forn
um textum. Jón Helgason sagði mér sögu af samskiptum þeirra Kålunds og
Finns, sem hann hafði eftir Knut Liestöl, norskum fræðimanni sem skrifaði
m.a. um Íslendingasögur. Liestöl sat í Árnasafni, sennilega á öðrum áratug 20.
aldar, þeim síðasta sem Kålund lifði. Hann sá að gott samkomulag var með
þeim Finni og Kålund og gagnkvæm virðing, en undraðist að þeir skyldu
þérast. Áttaði sig þó á því að vandinn var illleysanlegur samkvæmt ríkjandi
siðum. Finnur var yngri og gat því ekki boðið Kålund dús, en jafnframt var
Finnur hærra settur í embættismannakerfinu, svo að Kålund gat ekki boðið
honum dús. Norska sveitamanninum þótti þetta ótækt og tók málið á dagskrá
með þeim. Þeir urðu hjartans glaðir og þakklátir og þúuðust upp frá því.
Finnur Jónsson og eftirmaður hans Jón Helgason voru sem prófessorar við
Kaupmannhafnarháskóla með sæti í Árnanefnd sjálfkjörnir forystumenn iðk
unar norrænna fræða í Danmörku hvor á eftir öðrum nærfellt í heila öld. Báðir
voru þeir mikils virtir fyrir frábæra þekkingu og mikil afköst. En vitaskuld
unnu þeir að málum með dönskum samstarfsmönnum í háskólanum og
Árnanefnd og þurftu fulltingis þeirra til að skapa starfseminni þau skilyrði
sem þurfti til að hún mætti blómgast.
Á því skeiði sem Jón Helgason hafði forystu um rannsóknir og útgáfu má
nefna þrjú mikilvæg skref sem stigin voru af Árnanefnd með opinberum
stuðningi og urðu til að stórefla starfið undir hans forystu.