Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Side 128

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Side 128
Á d r e p u r 128 TMM 2010 · 1 Hið fyrsta var þegar Árnanefnd samþykkti árið 1937 að hefja útgáfu ritraðar með rannsóknarritgerðum á sviði nefndarinnar. Ritröðin fékk heitið Bibliot­ heca Arnamagnæana, og Jón ritstýrði henni meðan hans naut við. Annað skrefið var ákvörðun um að hefja útgáfu Orðabókar hins forna nor­ ræna lausamáls fyrir siðaskipti. Fé var veitt til þess á dönskum fjárlögum árið 1939 og starfið hófst í framhaldi af því. Orðtöku er löngu lokið og komin út prentuð 4 bindi, en vitaskuld hefur mikil vinna verið unnin við þann orðaforða sem eftir er, m.a. með því að skanna alla seðlana, svo að þeir séu til á rafrænu formi. Með þessu verkefni komst á eins konar verkaskipting með Íslendingum og Dönum á þessu sviði, þar sem starf við sögulega íslenska orðabók seinni tíma, Orðabók Háskólans, hófst skömmu síðar, og stendur það starf einnig enn í dag, nú innan vébanda Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hið þriðja skref sem tekið var undir forystu Jóns Helgasonar, var að koma á fót rannsóknar­ og útgáfustofnun innan Hafnarháskóla, sem heitir nú Den Arnamagnæanske Samling. Á vinnu sem þar er unnin hvílir síðan að lang­ mestu leyti hin mikla ritröð Árnanefndar, Editiones Arnamagnæanæ, sem frá 1958 kom út undir ritstjórn Jóns Helgasonar og síðar annarra starfsmanna Árnastofnunar. Sá fjöldi rita sem komið hefur út síðan Jón ýtti þessu öllu úr vör er gott dæmi um alþjóðlegt samstarf: Íslendingar og Danir eiga þar mestan hlut, en margra þjóða fólk hefur lagt hönd á plóg. Á nítjándu og tuttugustu öld höfum við Íslendingar lengst af fjallað um sam­ skipti Dana og Íslendinga sem sögu átaka – undirokunar og kúgunar, andófs og frelsisbaráttu. Það hentaði á sínum tíma markmiðum manna eins og Jóns Sigurðssonar og þeirra sem á eftir fylgdu og oft sögðu söguna af meiri einsýni og minni þekkingu en Jón. Ég hef minnt á hér að til eru fleiri sögur, sögur um farsæla og árangursríka samvinnu, sem bar ávöxt af því að Danir og Íslend­ ingar hjálpuðust að, hvor þjóð lagði fram sína bestu krafta og oft það sem hina skorti, þannig að þær bættu hvor aðra upp. Handritamálið er víðfrægt dæmi um hvernig þjóðir, sem í raun eru vinaþjóðir og lengi hafa unnið saman, leysa sín mál með samningum til farsældar fyrir alla. Eins og upptalning mín hefur leitt í ljós hefur engin erlend þjóð lagt jafn­ mikið fé og jafnmikla krafta til að rannsaka íslenska fornmenningu, tungu og bókmenntir og sú danska. Þetta skýrðist á sínum tíma af sambandi landanna og einnig af ríkjandi skilningi á sögu Norðurlanda og mikilvægi íslenskrar menningar fyrir hana. Þjóðirnar eru nú ekki lengur í stjórnarsambandi. Skiln­ ingur Norðurlandabúa á sjálfum sér og heiminum hefur tekið og tekur hröð­ um breytingum. Íslendingum er því hollt að hafa í huga að það er ekki sjálf­ sagður hlutur að Danir eða aðrar þjóðir verji stórfé til rannsókna á íslenskri tungu og menningu. En það er vitaskuld mikils virði fyrir okkur að slík starf­ semi utan Íslands falli ekki niður. Það er því full ástæða fyrir íslensk stjórnvöld og íslenskan almenning að gefa gaum því starfi sem hér fer fram á þessu sviði og vera sér meðvituð um að sum þau verkefni sem hér eru unnin, eins og orða­ bókarstarfið, eru af því tagi sem sjálfstæðar þjóðir sinna venjulega sjálfar eða hafa forystu um. Í raun væri því mjög eðlilegt að Ísland kæmi þar að með ein­
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.