Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 137

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 137
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2010 · 1 137 orðum spyrja hvort sjálf ofgnóttin segi ekki sína sögu um aðþrengdan miðil tungu­ og ritmáls, líkt og þegar maður sem er uppiskroppa með orð tekur að baða út höndunum eða tjá sig með ofsafengnu látbragði. Ekki að Eiríkur Örn sé uppiskroppa með orð, öðru nær, en súrrealískar myndir, „fáránlegar“ flétt­ ur, öfgakenndar líkingar, orðabombur og sprengjukast, framandi taktur: allt þetta gefur í skyn þrot „beinnar“ skírskotunar tungumálsins, að eitthvað sé ósegjanlegt með hefðbundnum hætti. En látæði hinnar útblásnu skáldsagna­ vitundar nær heldur ekki að fanga það sem hopar undan raunsæisprósa, þess í stað er hingsólað í kringum eitthvað („viðfangsefnið“) og á það bent úr fjar­ lægð. En þannig er skáldskapurinn framandgerður, bent er á takmarkanir og veikleika um leið og höfundur undirritar í sífellu textann, merkir hann sem sinn, tengir hann höfundarnafninu í gegnum fagurfræði sjónarspilsins á vett­ vangi forms. I Sum þessara einkenna þekkja lesendur úr fyrri verkum höfundar og mætti þá einkum benda á Þjónn, það er fönix í öskubakkanum mínum!, ljóðabók sem kom út árið 2007 og inniheldur sannkallaðan hafsjó tilraunakenndra við­ bragða við hinni eilífu endurnýjunarkröfu skáldskaparvettvangsins. Fönixinn er til hálfs gjörningur sem framkallar fjarlægð milli lesanda og verks en hann er einnig viðbragð við tímanum í þeim sígilda og tímalausa skilningi að vera uppgjörs­ og andófsverk. Þegar litið er um öxl er erfitt að verjast þeirri tilfinn­ ingu að ljóðasafn þetta, sem kannski virtist ekki jafn skýrlega pólitískt og sum önnur verk höfundar, hafi engu að síður verið andsnúið tíðarandanum á býsna róttækan hátt, – þessu straumharða, snoppufríða algleymi, innihaldslausri bjartsýninni og blindunni sem auðkenna má með sjálfu útgáfuári verksins, sem orðið er að hugtaki: 2007. Í þessari ljóðabók er að finna markvissa og frumlega endurvinnslu og endur­ hljóðblöndun á stefjum fortíðar og samtímalegum vangaveltum; „umhverfis­ vænni“ endurskoðun á kanónuninni er teflt fram sem eins konar viðbragði við menningarástandi þar sem samtímanum hefur verið umbreytt í veðsettan framtíðarvafning, „leiðtogafræði“ hafa rutt sér til rúms í háskólum og heima hjá sér grilla menn bara í rólegheitunum og láta Hannes Hólmstein hugsa fyrir sig. Hið óhefðbundna, listsköpun sem hafnar hjarðhugsun og hinni beinu og breiðu leið til að skilja og beita tungumálinu, tekur alltaf ákveðna áhættu í því að hún kemur mönnum einatt undarlega fyrir sjónir, afraksturinn getur orðið á skjön við allt og alla, jafnvel pirrandi á máta sem ekki er alltaf auðvelt að festa hendur á. En var ekki einmitt þörf á slíku viðnámi, slíkum pirringi og vand­ ræðagangi, á hinu áðurnefnda og nú sögufræga herrans ári 2007? Í goðafræðinni rís fönixinn ávallt endurnýjaður úr rústum og hefur því sér­ stakt vægi í symbólskum veruleika eyþjóðarinnar og um hann hefur skapast ákveðið skírskotunarkerfi vona og (ó)veruleika. Mikilvægi þessar tilteknu myndar sést t.d. í „endurreisnarsjóðnum“ sem Björgólfur Thor Björgólfsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.