Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 137
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2010 · 1 137
orðum spyrja hvort sjálf ofgnóttin segi ekki sína sögu um aðþrengdan miðil
tungu og ritmáls, líkt og þegar maður sem er uppiskroppa með orð tekur að
baða út höndunum eða tjá sig með ofsafengnu látbragði. Ekki að Eiríkur Örn
sé uppiskroppa með orð, öðru nær, en súrrealískar myndir, „fáránlegar“ flétt
ur, öfgakenndar líkingar, orðabombur og sprengjukast, framandi taktur: allt
þetta gefur í skyn þrot „beinnar“ skírskotunar tungumálsins, að eitthvað sé
ósegjanlegt með hefðbundnum hætti. En látæði hinnar útblásnu skáldsagna
vitundar nær heldur ekki að fanga það sem hopar undan raunsæisprósa, þess í
stað er hingsólað í kringum eitthvað („viðfangsefnið“) og á það bent úr fjar
lægð. En þannig er skáldskapurinn framandgerður, bent er á takmarkanir og
veikleika um leið og höfundur undirritar í sífellu textann, merkir hann sem
sinn, tengir hann höfundarnafninu í gegnum fagurfræði sjónarspilsins á vett
vangi forms.
I
Sum þessara einkenna þekkja lesendur úr fyrri verkum höfundar og mætti þá
einkum benda á Þjónn, það er fönix í öskubakkanum mínum!, ljóðabók sem
kom út árið 2007 og inniheldur sannkallaðan hafsjó tilraunakenndra við
bragða við hinni eilífu endurnýjunarkröfu skáldskaparvettvangsins. Fönixinn
er til hálfs gjörningur sem framkallar fjarlægð milli lesanda og verks en hann
er einnig viðbragð við tímanum í þeim sígilda og tímalausa skilningi að vera
uppgjörs og andófsverk. Þegar litið er um öxl er erfitt að verjast þeirri tilfinn
ingu að ljóðasafn þetta, sem kannski virtist ekki jafn skýrlega pólitískt og sum
önnur verk höfundar, hafi engu að síður verið andsnúið tíðarandanum á býsna
róttækan hátt, – þessu straumharða, snoppufríða algleymi, innihaldslausri
bjartsýninni og blindunni sem auðkenna má með sjálfu útgáfuári verksins,
sem orðið er að hugtaki: 2007.
Í þessari ljóðabók er að finna markvissa og frumlega endurvinnslu og endur
hljóðblöndun á stefjum fortíðar og samtímalegum vangaveltum; „umhverfis
vænni“ endurskoðun á kanónuninni er teflt fram sem eins konar viðbragði við
menningarástandi þar sem samtímanum hefur verið umbreytt í veðsettan
framtíðarvafning, „leiðtogafræði“ hafa rutt sér til rúms í háskólum og heima
hjá sér grilla menn bara í rólegheitunum og láta Hannes Hólmstein hugsa fyrir
sig. Hið óhefðbundna, listsköpun sem hafnar hjarðhugsun og hinni beinu og
breiðu leið til að skilja og beita tungumálinu, tekur alltaf ákveðna áhættu í því
að hún kemur mönnum einatt undarlega fyrir sjónir, afraksturinn getur orðið
á skjön við allt og alla, jafnvel pirrandi á máta sem ekki er alltaf auðvelt að festa
hendur á. En var ekki einmitt þörf á slíku viðnámi, slíkum pirringi og vand
ræðagangi, á hinu áðurnefnda og nú sögufræga herrans ári 2007?
Í goðafræðinni rís fönixinn ávallt endurnýjaður úr rústum og hefur því sér
stakt vægi í symbólskum veruleika eyþjóðarinnar og um hann hefur skapast
ákveðið skírskotunarkerfi vona og (ó)veruleika. Mikilvægi þessar tilteknu
myndar sést t.d. í „endurreisnarsjóðnum“ sem Björgólfur Thor Björgólfsson