Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Qupperneq 138

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Qupperneq 138
D ó m a r u m b æ k u r 138 TMM 2010 · 1 setti á laggirnar í miðju hruni og kenndi við fönixinn,1 og öfgafullar hugmynd­ ir um endurskipulagningu skattkerfisins, eða afnám þess öllu heldur, voru nýverið settar fram undir aðgerðarheitinu „Fönix­áætlunin“.2 Að þessu leyti var Eiríkur á undan viðskiptalífinu en í meðförum hans verður fönixinn þátt­ takandi í hruns­samræðu stundina fyrir hrun (ekki síst í hinum ýmsu kafla­ innskotum „meðhöfunda“ Eiríks, t.d. afar baráttuglöðum inngangi), meðan góðærið skein enn skært. Öskubakkinn í titlinum er geggjuð framtíðarsýn, vísir að þeim rjúkandi rústum íslensks efnahagslífs sem blöstu við ári síðar. Bókinni var stefnt gegn fúinni miðju menningar í afneitun, hinum „dauðu bókstöfum áróðursvélarinnar“.3 Svipuðu mætti sjálfsagt halda fram um önnur ljóðaverkefni og listagjörninga höfundar, sem og Nýhil­hópsins, en gott dæmi væri ljóðabókin Sekúndu nær dauðanum eftir Ingólf Gíslason. II Nýjasta skáldsaga Eiríks er ekki síður tilraunakennt uppgjör við samtímann en áðurnefnt ljóðsafn, þó hér liggi annars konar forsendur sköpuninni til grund­ vallar. Tekið er á atburðum nýliðinna ára á Íslandi, hruninu mikla, aðdraganda og eftirköstum, og þannig staðsetur bókin sig í flokki sem nú þegar er mögu­ legt að kalla sérstaka undirgrein íslenskra samtímabókmennta: hrunskáldverk, en þann hóp fylla verk á borð við Ljóðveldið Ísland eftir Sindra Freysson, Bankster eftir Guðmund Óskarsson, Vormenn Íslands eftir Mikael Torfason, Rigningin gerir ykkur frjáls eftir Hauk Má Helgason, og jafnvel Svörtuloft eftir Arnald Indriðason. Fleiri bækur mætti vafalaust telja til og flokkurinn á eftir að stækka ört á næstu árum. En Gæska hefur sérstöðu. Í stað hefðbundinna sögupersóna og aristótelísks söguaga er hér sjónarspil hins flaumósa ímynd­ unarafls, eins og það birtist í meðförum afar spræks söguhöfundar sem ryðst hér að miðju frásagnarinnar og gengur þar í fóstbræðralag við félagslega vitund sem heldur á lofti öflugri gagnrýni á Ísland samtímans. Útkoman er ein áhuga­ verðasta skáldsaga síðasta árs, verk sem slær nýjan og ferskan tón í uppgjörs­ bókmenntaflórunni, með þeim tilþrifum sem þarf til að verkið sligist ekki undan þunga hins aðkallandi sögulega veruleika sem liggur til grundvallar; með þessari skáldsögu eygjum við útlínur þess uppgjörs sem skáldskapurinn er fær um að veita í stríðinu við samtímann. III Í Gæsku er góðærið lagt undir, sem og „kreppan“ og eftirköst hennar, en tilraun er líka gerð til að skyggnast undir yfirborðið, líta handan talnaspekinnar sem rennur upp úr hagfræðingum í stríðum og stundum ruglandi straumum, og gaumgæfa menninguna sem einhvers konar samhangandi fyrirbæri sem skýr­ ist ekki nema að hluta með tilvísun til hinna spilltu banka sem í nýliðinni fortíð svifu á himnum uppi í hugum landsmanna, en var í raun haldið á lofti af flóknum vef krosseignatengsla og kúlulána, markaðsmisnotkunar og man­
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.