Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Blaðsíða 30

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Blaðsíða 30
H e n r y D av i d Th o r e a u 30 TMM 2009 · 2 að síður nauðsynleg því þjóðin verður að hafa flókið vélarkram og heyra í því drunurnar til að fullnægja þeim hugmyndum sem hún gerir sér um stjórnvöld. Ríkisstjórnir eru því merki þess hve miklu er hægt að þröngva upp á menn, eða jafnvel hve miklu þeir vilja þröngva upp á sig sjálfir sér til hagsbóta. Við verðum að viðurkenna að betra getur það ekki verið. Samt hefur þessi ríkisstjórn aldrei komið nokkru til leiðar að eigin frumkvæði, nema með því að víkja sér undan í snatri. Hún tryggir ekki frelsi landsmanna. Hún nemur ekki land í Vestrinu. Hún menntar engan. Sú skapfesta sem er Bandaríkjamönnum í blóð borin hefur komið þessu öllu til leiðar og þeir hefðu gert jafnvel enn betur ef ríkis- stjórnin hefði ekki á stundum verið að þvælast fyrir. Því ríkisstjórn er hentugt tæki sem menn mundu glaðir nota til að láta hver annan í friði, og eins og fyrr segir þá nýtist hún best þegar fólk fær að vera í friði fyrir henni. Ef verslun og viðskipti væru ekki úr vesturindísku gúmmíi, tæk- ist þeim aldrei að stökkva yfir alla þá steina sem þingmenn leggja sífellt í götu þeirra, og ef dæma ætti þessa menn eingöngu af afleiðingum gerða sinna en ekki að nokkru leyti af markmiðunum, ættu þeir skilið að vera skipað á bekk og refsað með þeim skálkum sem setja hindranir á járnbrautarteina. En svo að ég snúi mér að því sem fyrir liggur og tali sem borgari, ólíkt þeim sem vilja afnema ríkisvaldið3, þá fer ég ekki fram á enga ríkisstjórn strax heldur betri stjórn strax. Ef hver og einn lýsti hvers konar ríkis- stjórn hann gæti borið virðingu fyrir, væri það skref í átt til þess að koma á slíkri stjórn. Þegar allt kemur til alls er hagnýt ástæða þess að meirihlutinn fær að ráða, og það jafnvel um langan aldur eftir að þjóðin hefur fengið völdin í eigin hendur, ekki sú að hann sé líklegastur til að hafa rétt fyrir sér, né að það virðist réttmætast gagnvart minnihlutanum, heldur er ástæðan sú að meirihlutinn getur neytt aflsmunar. En stjórn þar sem meirihlut- inn ræður í öllum málum getur ekki byggst á réttlæti, jafnvel ekki sam- kvæmt þeim takmarkaða skilningi sem menn leggja í það hugtak. Mætti ekki hugsa sér ríkisstjórn þar sem meirihlutinn ákveður ekki hvað er rétt og hvað rangt hverju sinni, heldur samviska manna? – þar sem meirihlutinn ræður aðeins í þeim tilfellum þar sem hægt er að meta hvað er hentugast? Verður hver ríkisborgari ævinlega og jafnvel í hverju smáatriði að gera löggjafarvaldið að samvisku sinni? Hvers vegna hafa þá allir menn samvisku? Ég held að við ættum að vera menn fyrst og síðan þegnar. Það er ekki eins eftirsóknarvert að rækta með sér virðingu fyrir lögunum og að rækta virðingu fyrir því sem rétt er. Ég hef engan rétt til að taka á mig neina skyldu aðra en þá að gera í hverju tilviki það TMM_2_2009.indd 30 5/26/09 10:53:23 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.