Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Blaðsíða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Blaðsíða 42
H e n r y D av i d Th o r e a u 42 TMM 2009 · 2 getur einungis neitt aflsmunar. Ég fæddist ekki til að láta neyða mig til eins né neins. Ég anda eins og mér er lagið. Við skulum sjá hvort verður sterkara. Hvaða afl hefur fjöldinn? Þeir einir geta borið mig ofurliði sem lúta æðra valdi en ég sjálfur. Þeir neyða mig til að vera eins og þeir. Ég hef ekki heyrt að mannfjöldi hafi neytt menn til að verða eitt eða neitt. Hvers konar líf væri það? Þegar ég hitti ríkisstjórn sem segir við mig: „Peningana eða lífið,“ hvers vegna ætti ég þá að flýta mér að láta fé mitt af hendi? Hún kann að vera í kröggum og vita ekki hvað taka skuli til bragðs: ég get ekkert við því gert. Hún verður að hjálpa sér sjálf, rétt eins og ég. Það þýðir ekkert að væla út af því. Ég ber ekki ábyrgð á því að vélar kram samfélagsins gangi smurt. Ég er ekki af vélvirkjum kominn. Ég sé að þegar fræ eikur og kastaníu falla hlið við hlið, þá dregur annað sig ekki í hlé til þess að hitt komist af, þau fylgja bæði eigin lögmálum, spíra, dafna og vaxa sem best þau geta þar til annað yfirskyggir ef til vill og eyðir hinu. Ef jurt getur ekki lifað samkvæmt eðli sínu deyr hún, sama á við um manninn. III [1] Nóttin í fangelsinu var bæði nýstárleg og forvitnileg. Þegar ég kom voru fangarnir að spjalla saman í dyragættinni, þeir voru á skyrtunni í kvöldblíðunni. En fangavörðurinn sagði: „Drífið ykkur, piltar, það er kominn tími til að læsa“, svo þeir fóru hver í sína áttina og ég heyrði fótatak þeirra á leið í holar vistarverurnar. Fangavörðurinn kynnti klefa- félaga minn sem „fyrsta flokks mann og skarpan náunga“. Þegar búið var að læsa dyrunum sýndi hann mér hvar ég ætti að hengja hattinn minn og hvernig hann hefði hlutina. Klefarnir voru kalkaðir einu sinni í mánuði og í bænum voru engin híbýli hvítari eða búin einfaldari hús- búnaði en þessi klefi og líklega var hann sá snyrtilegasti. Klefafélagi minn vildi auðvitað vita hvaðan ég væri og hvers vegna ég væri þarna, og þegar ég hafði sagt honum það spurði ég hann á móti hvað bæri til að hann væri þarna og bjóst auðvitað við að hann væri heiðarlegur maður, og ég held að hann hafi verið það, svona eins og fara gerir. „Nú,“ sagði hann: „Þeir segja að ég hafi kveikt í hlöðu, en ég gerði það ekki.“ Eftir því sem ég komst næst hafði hann líkast til lagst drukkinn til svefns í hlöðu, reykt pípuna sína og hlaðan brunnið. Hann hafði orð á sér fyrir að vera skarpur maður, hafði verið þarna í þrjá mánuði að bíða eftir réttar höldunum og átti eftir að bíða mun lengur, en hann var eins og heima hjá sér og ánægður því hann var í ókeypis fæði og fannst vel með sig farið.32 TMM_2_2009.indd 42 5/26/09 10:53:24 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.