Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Blaðsíða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Blaðsíða 47
B o r g a r a l e g ó h l ý ð n i TMM 2009 · 2 47 ur á núverandi stjórnarfyrirkomulagi, en fyrir hugsandi menn og þá sem setja algild lög kemur hann hvergi nálægt viðfangsefninu. Í þessum efnum mundu yfirvegaðar og viturlegar hugleiðingar ýmissa þeirra sem ég þekki til fljótt leiða í ljós hve takmörkuð víðsýni hans og næmi eru. En borin saman við lítilmótlegar yfirlýsingar flestra umbótasinna og málgleði stjórnmálamanna yfirleitt, eru orð hans næstum þau einu skynsamlegu og gagnlegu, og við getum þakkað guði fyrir hann. Sam- anborið við aðra er hann alltaf kraftmikill, frumlegur, en þó fyrst og fremst raunsær. Þó felast kostir hans ekki í visku heldur forsjálni. Sann- leikur lögfræðingsins er ekki sannleikur heldur samræmi eða tækifæris- stefna sem er samkvæm sjálfri sér. Sannleikurinn er alltaf sjálfum sér samkvæmur og felst ekki helst í því að sýna fram á réttlæti sem þrifist getur samhliða illverkum. Hann á sannarlega skilið að vera kallaður, eins og gert hefur verið, verndari stjórnarskrárinnar. Eiginlega lyftir hann aldrei hendi nema til varnar. Hann er ekki leiðtogi heldur spor- göngumaður. Leiðtogar hans eru mennirnir frá ’87.36 „Ég hef aldrei verið með nein tilþrif,“ sagir hann, „og ætla mér aldrei að vera með nein til- þrif, ég hef aldrei lagt blessun mína yfir nein tilþrif og ætla mér aldrei að leggja blessun mína yfir nein tilþrif til að koma róti á það fyrirkomulag sem sett var í upphafi og ríkin gerðu að sínum þegar þau mynduðu Bandaríkin.“ Og enn er hann með hugann við þær heimildir sem stjórnar skráin veitir til þrælahalds og segir: „Þar sem það var í upphaf- lega samkomulaginu – skulum við láta það standa.“ Þrátt fyrir einstaka skarpskyggni sína og hæfileika getur hann ekki aðskilið staðreynd frá stjórnmálalegu samhengi og litið á hana eins og hún kemur fyrir sem vitsmunlegt viðfangsefni – til dæmis hvað manni beri að gera hér og nú varðandi þrælahaldið í Bandríkjunum, en í stað þess reynir hann eða sér sig neyddan til að koma með slíkt óyndisúrræði sem eftirfarandi, þótt hann segist þar tala afdráttarlaust og sem einstaklingur – en hvaða nýja og furðulega lagabálk um félagslegar skyldur mætti ekki af þessu draga? „Á hvern hátt,“ segir hann, „stjórnir þeirra ríkja þar sem þrælahald er fyrir hendi eiga að stjórna því er undir þeim sjálfum komið, þær bera ábyrgð á því gagnvart umbjóðendum sínum, almennu velsæmi, mann- kyninu og réttlætinu, og gagnvart guði. Önnur tengsl sem stafa af manngæsku eða einhverri annarri ástæðu, hafa ekkert með þetta að gera. Ég hef aldrei hvatt þau til neins og mun aldrei gera.“ [17] Þeir sem þekkja ekki hreinni uppsprettur sannleikans, þeir sem ekki hafa fetað sig lengra upp ár hans, standa, og það af skynsamlegum ástæðum, með Biblíunni og stjórnarskránni og bergja þar af honum með andakt og auðmýkt, en þeir sem sjá hvar hann seytlar í stöðuvatn TMM_2_2009.indd 47 5/26/09 10:53:24 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.