Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Blaðsíða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Blaðsíða 58
G u n n a r K a r l s s o n 58 TMM 2009 · 2 urðssonar á fundinum. En þar tókst ekkert samkomulag. Á sjöunda tug aldarinnar datt danska stjórnin svo niður á að greina þættina að vegna þess að talið var óhjákvæmilegt að danska Ríkisþingið féllist á sjálfstæðis- þáttinn en kæmi lýðræðisþátturinn ekki við því að hann væri íslenskt innanlandsmál. Um sjálfstæðisþáttinn samþykkti Ríkisþingið svo stöðu- lögin svokölluðu, „Lög um hina stjórnarlegu stöðu Íslands í ríkinu,“ og konungur staðfesti þau 2. janúar 1871.21 Hvorki Alþingi né nokkur önnur stofnun Íslendinga hafði fjallað um þessi lög formlega og því gerðu Íslendingar sig afar reiða yfir þeim. En efnislega innihéldu þau mestmegnis ákvæði sem Alþingi hafði áður fallist á að samþykkja en höfðu ekki orðið að lögum vegna flókinna deilna um misjafnlega mik- ilvæg atriði. Um b–þáttinn, lýðræðislega stjórn á þeim málum sem töld- ust íslensk innanlandsmál samkvæmt stöðulögunum, gaf konungur síðan út stjórnarskrá handa Íslendingum, samkvæmt ósk Alþingis, á þjóðhátíðarárinu 1874.22 Næstu áratugi eftir það snerist stjórnskipunar- deilan öll um kröfur Íslendinga um breytingar á stjórnarskránni en raunar einkum um atriði sem var ekki síður sjálfstæðismál en lýðræð- ismál og brýtur þannig í bága við tvískiptingu þjóðríkismyndunar, nefnilega um stöðu þess manns sem fór með ráðherravald í Íslandsmál- um. Um það náðist samkomulag árið 1903 og leiddi til heimastjórnar og þingræðis á Íslandi árið eftir. Nú var kominn íslenskur ráðherra sem hlaut að fara að vilja meiri- hluta Alþingis. Því þótti upplagt að leggja til atlögu við sambandsmálið á ný og fá loks samning milli Dana og Íslendinga um samband þjóðanna í staðinn fyrir hin illræmdu stöðulög. Í því skyni var sett á fót nefnd danskra og íslenskra stjórnmálamanna sem sat á fundum í Kaupmanna- höfn fyrri hluta árs 1908 og skilaði áliti sem var kallað á íslensku „Upp- kast að lögum um ríkisréttar-samband Danmerkur og Íslands“. Allir nefndarmenn beggja þjóðanna stóðu að frumvarpinu nema Skúli Thor- oddsen. Hann gerði ágreining um átta atriði, en sum þeirra leiðir ein- faldlega af fyrri breytingum þannig að taka má ágreining Skúla við samnefndarmenn sína saman í sex atriði og skýrist um leið og þau eru rakin hver voru meginatriði uppkastsins og um hvað ágreiningurinn snerist.23 Í fyrstu grein uppkastsins var skilgreining á stöðu Íslands sem 1. hljóðar svona á íslensku: „Ísland er frjálst og sjálfstætt land er eigi verður af hendi látið.“24 – Í stað þess vildi Skúli láta koma: „Ísland er frjálst og fullveðja ríki.“ Í framhaldi af því lagði hann til nokkr- TMM_2_2009.indd 58 5/26/09 10:53:25 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.