Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Blaðsíða 140

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Blaðsíða 140
Á d r e p u r 140 TMM 2009 · 2 þér ekki vaxa það í augum; þó að ég haf neyðst til að marglesa sumt til þess að fá botninn í er óvíst að þú þurfir nema rétt svona að renna yfir það vegna þess hversu vel þú ert af guði gerður. Og nú ætla ég aldeilis að gleðja þig, drengurinn! Til er rúmlega átta blaðsíðna skrá, A4, um lesefni sem ég kembdi aftur og aftur áður en ég hóf skrifin um Hallgrím og á meðan á þeim stóð. Þetta er að vísu algjör óreiðulisti sem ekki er í neinni viðurkenndri röð auk þess sem ég færði inn á hann athugasemdir um efni sumra þeirra rita, bóka og fræðigreina sem ég studdist við, strax að lestri loknum. Skráin er í útlegð; geymd á safni í Vestmannaeyjum. Eyjamönnum þótti sér málið skylt og báðu um hana. Þar er hægt að líta yfir hana. Hins vegar á ég minnisblöð þar sem allmargra heimilda er getið og læt fylgja með ef ritstjórar vilja láta svo lítið að prenta það. Þetta er án athugasemda. Heimsuppgötvun „Ágreiningur Hallgríms og Brynjólfs biskups er áhugaverður ef hann er byggður á túlkun á einhverju sem liggur eftir annan þeirra eða er haft eftir þeim, en sem hreinn heilaspuni er hann ekki spennandi. Það sama á við skoðanir Hallgríms á trúmálum, uppruna hans og fleira sem kemur fram í sögunni, fyrir fæstu af því eru heimildir og sumt rekst á við það sem vitað er um Hallgrím svo ekki sé minnst á skáldskap hans.“ Atarna er glæsilegur stíll hjá þér, frumleg og skýr hugsun og flott hirting: Skáldskapurinn er því aðeins áhugaverður að hann sé byggður á heimildum. Þetta vissi ég ekki þegar ég skrifaði söguna og sannarlega hefðu rithöfundar fyrri daga betur áttað sig á þessu. Og ekki bara skáldin okkar; þetta er upp- ljóstrun handa öllum heimi. Og svo augljós þegar hún hefur verið sögð svo skýrum orðum. Auk þess vita allir, og hafa vitað lengi, að það skiptir máli hvort það er Jón eða séra Jón sem segir satt. Kolbrúnir sauðir heimskunnar Loks langar mig að segja þetta við þig: Margir segja að dómur þinn um Hall- grím hafi verið illa grundaður og fólskulegur. Einnig hafa menn haldið því fram að þú hefðir getað hringt til mín eða sent mér tölvuskeyti og spurt mig um heimildir úr því að skortur á þeim ruglaði fyrir þér lesturinn. En það eru auðvitað ekki fagleg vinnubrögð, ekki fræðileg og á engan hátt samboðin þér. Hins vegar þakka ég þér fyrir umsögnina og það líka að þú skyldir sjá það að lestri loknum að þetta var ekki sjálfsævisaga mín, eins og áðurnefndur kven- dómari hélt fram í sínum lærða ritdómi. Vegna þessa alls bið ég þig í guðs bænum almáttugs að halda áfram með bókmenntaumfjallanir þínar á þeirri heillabraut gáfna og mannvits sem þú vonandi fetar af sama öryggi hér eftir sem hingað til. Gættu okkar hinna fyrir kolbrúnum sauðum heimskunnar sem TMM_2_2009.indd 140 5/26/09 10:53:31 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.