Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Blaðsíða 128

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Blaðsíða 128
D ó m a r u m b æ k u r 128 TMM 2009 · 2 sjónarmiði verða þær stundum viðsjárverðar vegna huglægni og skorts á fag- legum vinnubrögðum. Minnið er brigðult. Þessi bók er annars konar. Með erlendum þjóðum er það ekki óalgengt að fræðimenn taki sér fyrir hendur að reisa þeim leikhúsmönnum sem upp úr standa í hverri kynslóð minnisvarða í formi svokallaðra monografía, sem er svolítið annað form en blaðamennskuævisögur, og þekkjast auðvitað vel bæði í sagnfræði og bókmenntasögu. Þau skrif eru þá framlag til þeirrar menningar- sögulegu könnunar sem stöðugt er í gangi. Á seinni árum hafa augu manna einmitt beinst að því að skoða menningarsöguna í samhengi, en einskorða sig ekki við að rekja framvindu einstakra listgreina, þó að þess þurfi einnig með. Þetta tengist væntanlega þeirri kröfu sem einnig hefur látið á sér kræla: að menning og listir séu óaðskiljanlegur hluti allra annarra þátta í samfélagsþró- uninni, pólitískra, efnahagslegra og félagslegra, og iðulega aflvaki nýrra hug- mynda sem móta þá framþróun. Ekki skraut sem menn hafa bara efni á þegar eitthvað er aukreitis í buddunni. Hér mætti til dæmis byrja að taka til með því að breyta um nafn á „listskreytingasjóði“. Á því er skýring hversu lítið af marktækum faglegum skrifum hefur verið um leiklist okkar, og kann það að vekja nokkra furðu, svo vinsæl sem leiklist hefur verið á Íslandi allar götur frá 1860, svo vinsæl að fæstar þjóðir munu geta sýnt viðlíka aðsóknartölur. Það er líka skýring á því hvers vegna bókmennta- menn yfirleitt sniðganga leikritun í bókmenntaumræðunni, líkt og þaðan sé engra umræðuverðra hugmynda að vænta, allt snýst um skáldsögur og ljóð (og barnabækur lafa stundum með). Skýringin er sú að leiklistarfræði eru enn ekki orðin gjaldgeng á Íslandi. Skýringin er sú, meðan fjöldi nýrra kennslufaga hefur haldið innreið sína í íslenska háskóla, að enn er enginn kennslustóll í leikhúsfræðum við nokkurn íslenskan háskóla. Þó að leiklistarsaga eða leikritunarsaga hafi verið kennd öðru hverju í Háskóla Íslands, hefur hún þó verið hornreka, svo að það sé sagt fullum fetum. Á sama tíma eru leikhúsfræði kenndi við eftirtalda háskóla á Norðurlöndum: Kaupmannahöfn, Árósum, Ósló, Björgvin, Þrándheimi, Lundi, Stokkhólmi, Gautaborg, Uppsölum, Umeå, Helsinki, Tampere, Åbo (Turku) og sjálfsagt fleiri. Með öðrum orðum er þar litið þannig á að menn- ingarsagan verði ekki rakin gloppulaust án þess að leiklistarsagan sé þar full- gild fræðigrein. Og það gerist í ljósi þess að með aðferðum leiklistarfræðanna er hægt að nálgast einn þátt menningarsögunnar – og þar með sögu hverrar þjóðar – sem ekki næst tangarhald á með öðrum leiðum og fyllir því í mynd- ina. Í þriðja lagi er fengur að þessari bók af því að hún er skrifuð á látlausan og aðgengilegan hátt öllum almenningi, þó að faglegar rannsóknir búi að baki. Efninu er þjónað að flærðarlausu. Sú mynd sem dregin er upp af Lárusi er auðvitað huglæg að vissu marki, en höfundur fellur hvergi í þá gryfju að hefja söguhetju sína á stall á kostnað annarra. Frásögnin byggist vissulega talsvert á bréfum Lárusar sjálfs og svo frásögnum þeirra sem honum voru nátengdir, og fer þá ekki hjá því að stundum sé skorið nærri hjarta. Leikarar og leikstjórar TMM_2_2009.indd 128 5/26/09 10:53:30 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.