Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Blaðsíða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Blaðsíða 25
K ó l f u r i n n TMM 2009 · 2 25 unum og ströndunum – hópuðust að barninu, feitir og með hvítar, spíssaðar tennur eftir nagið á hræjunum sem plágan hafði fært þeim. Hundarnir söfnuðust kringum barnið, sífellt urr líkt og kraumandi úr hálsinum, og með einni saman bendingunni tvístraði barnið þeim um allan bæ og fyrr en varði höfðu þeir umkringt húsin þar sem einhver var inni. Barnið gekk út að enda götunnar, sneri sér þá við og lagði af stað aftur til baka. Frá kólfinum um háls þess stafaði nú daufu, fölleitu skini, eins og því sem kemur úr andlitum þeirra sem liggja á dánarbeðinum; að auki var eins og kólfurinn titraði og gæfi frá sér són sem var of lágur til að mannleg eyru gætu greint hann til fulls. Alls staðar þar sem barnið kom fylgdi því dauði. Stundum þeyttust hundarnir inn um dyr sem opnuðust af sjálfu sér, eða stukku inn um glugga eða mölvuðu þá sem voru ekki opnir; margir hundanna byrjuðu að loga af eldi, sem var ekki heldur ljóst hvernig kviknaði, en eldurinn dreifðist og flestir virtust hundarnir nær frávita af heift. – Hvernig nákvæmlega sem það atvik- aðist fylltust nú húsin af öskrum, og síðustu íbúar eyjunnar hrökkluðust út á göturnar og allt leystist upp í ringulreið; stundum komu hundar fljúgandi aftur út um gluggana, til dæmis á efri hæðunum, og sumir sprungu í loftinu eins og litlir eldhnettir, stundum var það fólk sem flaug út um glugga eða dyr, ýmist eitt eða í slagsmálum við hund, log- andi eða ekki, og blóð byrjaði að lita öll húsin og göturnar. Þeir sem hugðust leggja á flótta út úr bænum, ráku sig skyndilega á það – þegar á reyndi – að muna ekki lengur í hvaða átt væri best að stefna, raunar varð sífellt erfiðara að hugsa um nokkurn hlut, en í staðinn var eins og sumir byrjuðu að dragast að þessu afkáralega, litla barni með skínandi háls- festina sína – eins og þar væri eitthvað að gerast sem ekki mátti missa af. Ein af þessum manneskjum var bæjarstjórinn. Áður en hann vissi var hann kominn út á götu og rakleitt upp að barninu. Hann kraup fyrir framan barnið, sem prílaði snöggt upp á herðar hans og klemmdi fæt- urna um hálsinn. Síðan stakk barnið upp í hann einhvers konar beisli og skáru mélin sundur munnvikin langt út að eyrum, svo hottaði það, kippti í taumana og bæjarstjórinn reis á fætur, næstum viðþolslaus af sársauka en líka einhverjum innri óróa sem fékk hann til að hlýða barninu. Þannig reið barnið bæjarstjóranum meðfram síðustu húsunum við aðalgötuna og hóf að blása út úr sér einhverju sem minnti á gró plágu- sveppsins, en var þó ekkert gró heldur örsmáar, rykstórar flugur sem dreifðu sér um bæinn og leituðu uppi allt sem lifði, boruðu sér inn í TMM_2_2009.indd 25 5/26/09 10:53:23 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.