Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Blaðsíða 62

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Blaðsíða 62
G u n n a r K a r l s s o n 62 TMM 2009 · 2 um upp. Auk þess sem vitnað er til hér á undan, og litlu fyrr, lætur Ármann annað þeirra, líklega Theodóru, segja:34 „En ekkert uppsagnar- ákvæði. Alls ekkert. Þvert á móti stendur svart á hvítu í fyrstu grein: Ísland er frjálst og sjálfstætt land er eigi verður af hendi látið.“ En hér sýnist mér Ármann vera kominn út á skáldskaparbraut. Ekki einu sinni Skúli krafðist þess að konungssambandið við Dani yrði uppsegjanlegt og ákvæðið um að Ísland yrði ekki látið af hendi virðist heldur ekki breyta neinu um það. Mér finnst liggja beinast við að skilja það þannig að Dönum sé óheimilt að selja þriðja aðila yfirráð Íslands, til dæmis Þjóðverjum í skiptum fyrir Norður–Slésvík, eins og hafði komið til tals að gera eftir ósigur Dana í síðara Slésvíkurstríðinu 1864.35 Nú hef ég að vísu ekki lesið öll þau firn sem voru skrifuð um uppkastið sumarið 1908, en í yfirlitum yfir sjónarmið deiluaðila sé ég ekki að orðin „eigi verður af hendi látið“ komi við sögu. Aðfinnsluefnin voru einkum þau sem Skúli Thoroddsen hafði gert ágreining um í samninganefndinni, að Ísland var ekki skilgreint sem ríki og að utanríkismál og hermál voru óuppsegjanlega sameiginleg.36 Við röksemdafærslu Vilmundar er rétt að gera fyrst athugasemd um þá staðhæfingu að uppkastið hafi verið samþykkt efnislega árið 1918 og þótt gott þá. Nær lagi væri að segja að uppkastið hafi verið samþykkt 1918 með þeim breytingum sem Skúli Thoroddsen hafði krafist eða öðrum sem gengu enn lengra:37 7. Kveðið var skýrt á um að Ísland væri fullvalda ríki í sambandi við Danmörku um einn og sama konung. 8. Hervarnir urðu alls ekki sameiginlegt mál heldur tóku Danir að sér að tilkynna öðrum þjóðum „að Ísland lýsi yfir ævarandi hlut- leysi sínu og að það hafi engan gunnfána“. 9. Íslendingar fengu ótakmarkaðan rétt til að taka að sér gæslu fisk- veiða í íslenskri landhelgi, hvort sem væri að nokkru eða öllu leyti. 10. Að íslenska konungsríkið hefði sinn sérstaka fána hefur þótt svo sjálfsagt að um það er ekki ákvæði í samningnum 1918. Það sést kannski skýrast á því að tekið er fram að Danir gæti fiskveiða í íslenskri landhelgi „undir dönskum fána“. 11. Í gerðadómi um ágreining um skilning á samningnum 1918 var gert ráð fyrir oddamanni ef atkvæði féllu jöfn, og átti að biðja sænsku eða norsku stjórnina að tilnefna hann. Hér var því kominn á sá jöfnuður sem Skúli krafðist 1908. 12. Uppsagnarákvæði samningsins 1918 var takmarkalaust. TMM_2_2009.indd 62 5/26/09 10:53:25 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.