Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Blaðsíða 46

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Blaðsíða 46
H e n r y D av i d Th o r e a u 46 TMM 2009 · 2 úruöflunum að hér get ég með árangri veitt viðnám, en ég get ekki fremur en Orfeus breytt eðli stokka, steina og dýra. [13] Mig langar ekki að eiga í útistöðum við nokkurn mann eða þjóð. Mig langar ekki til að vera með hártoganir, vera smásmugulegur, eða halda að ég sé eitthvað betri en nágrannar mínir. Ég held að mér sé óhætt að segja að ég leiti frekar að einhverri átyllu til að fara eftir lands- lögum. Ég er allur af vilja gerður til að fara eftir þeim. Í rauninni hef ég ástæðu til að tortryggja sjálfan mig hvað þessu viðvíkur, og á hverju ári þegar skattheimtumaðurinn birtist stend ég sjálfan mig að því að reyna að skoða gerðir og viðhorf ríkis- og alríkisstjórnarinnar, og almennings- álitið til að finna átyllu til að gera eins og hinir. [14] Ég tel að ríkið geti fljótlega tekið þetta verk mitt algerlega úr mínum höndum og þá verð ég engu meiri ættjarðarvinur en samlandar mínir. Séð af lægra sjónarhóli er stjórnarskráin með öllum sínum göll- um mjög góð: lögin og dómstólarnir eru virðingarverð, jafnvel þetta ríki og núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna eru í mörgu tilliti aðdáunarverð og einstök og hægt að vera þakklátur fyrir þau eins og svo margir hafa sagt, en frá dálítið hærra sjónarhóli eru þau eins og ég hef lýst þeim: séð frá enn hærra sjónarhóli og þeim hæsta, hver getur þá sagt hvað þau eru eða hvort þau eru þess virði að yfirleitt sé á þau horft eða um þau hugs- að? [15] Ég læt samt ríkisstjórnina mig litlu varða og ætla að hugsa eins lítið um hana og ég framast get. Þau eru ekki mörg augnablikin sem ég lifi undir stjórn, jafnvel ekki í þessum heimi. Ef maður býr yfir frjálsri hugsun, óheftu ímyndunarafli, og er ekki bundinn í báða skó, nokkuð sem honum virðist aldrei standa lengi, geta vitgrannir stjórnendur og umbótasinnar ekki valdið honum banvænu tjóni. [16] Ég veit að flestir hugsa öðruvísi en ég, en þeir sem að atvinnu helga sig athugunum á þessu og skyldum málum koma mér ekki meira við en aðrir. Stjórnmálamenn og þingmenn, sem hrærast einvörðungu innan kerfisins, sjá það aldrei skýrt og umbúðalaust. Þeir tala um að hræra upp í samfélaginu en eiga sér engan samastað utan þess. Þeir kunna að hafa til að bera ákveðna reynslu og skarpskyggni, og hafa vafalaust fundið upp hugvitsamleg og notadrjúg kerfi sem við erum þeim innilega þakklát fyrir, en allir vitsmunir þeirra og gagnsemi eru innan ákveðinna og ekki mjög víðra marka. Þeim hættir til að gleyma því að heimurinn stjórnast ekki af stefnuyfirlýsingum og hagkvæmni. Daniel Webster skyggnist aldrei á bak við stjórnina og getur þess vegna ekki rætt hana þannig að verulegt mark sé á takandi.35 Orð hans eru vísdómsorð þeim þingmönnum sem hugleiða engar grundvallarumbæt- TMM_2_2009.indd 46 5/26/09 10:53:24 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.