Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Blaðsíða 57
U p p k a s t i ð 101 á r i s í ð a r
TMM 2009 · 2 57
Þessar tvær nýbirtu ritsmíðar eru tilefni greinar minnar. Ég verð að
segja fyrir sjálfan mig að mér finnst umræða og ágreiningur um upp-
kastið ekki nærri eins úrelt þing núna og veturinn 1963–64. Úr þessu
verður varla annað sagt en að deilan um uppkastið sé orðin eitt af sígild-
um ágreiningsefnum Íslendinga. Og varla mun hún lognast út af í þeim
átökum sem við eigum óhjákvæmilega fyrir höndum um aðild okkar að
Evrópusambandinu.
Hvað var uppkastið?
Nú er komið meira en mál að rifja stuttlega upp hvað þetta uppkast var.
Þá er ráðlegt að byrja á að skipta í tvo samofna þætti þeim ferli sem við
erum vön að kalla sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, en mér finnst kannski
betra að kalla þjóðríkismyndun.19 Annar þátturinn varðar stöðu íslenska
samfélagsins í danska ríkinu eða veldi Danakonungs (eða utan við það);
hér eru lykilhugtökin sjálfstæði og þjóðfrelsi. Hinn þátturinn snýst um
fyrirkomulagið á þeirri sjálfstjórn sem Íslendingar höfðu, eða vildu fá,
og þar er lýðræði meginatriði.
Ég segi að þessir þættir séu samofnir, og það voru þeir einkum á þann
hátt að stjórnarskrá Íslands, lagabálkurinn sem kvað á um síðartalda
þáttinn, innihélt óhjákvæmilega líka reglur um stöðu Íslands í Dana-
veldi. Þannig segir til dæmis í stjórnarskrárákvæðinu sem stofnaði
heimastjórn á Íslandi árið 1904 að ráðherra Íslands skuli hafa aðsetur í
Reykjavík en fara „svo opt sem nauðsyn er á, til Kaupmannahafnar, til
þess að bera upp fyrir konungi í ríkisráðinu lög og mikilvægar stjórnar-
ráðstafanir“.20 Orðin „í ríkisráðinu“ voru sett inn í stjórnarskrárfrum-
varpið að kröfu dönsku stjórnarinnar og voru forsenda þess að frum-
varpið hlyti staðfestingu konungs á ábyrgð þess danska ráðherra sem fór
með Íslandsmál áður en heimastjórn komst á. En með þeim var, raunar
í fyrsta sinn í stjórnskipunarsögu Íslendinga, kveðið skýrt á um það í
lögum að Ísland væri hluti af danska ríkinu en ekki einhvers konar sam-
bandsland eða hjálenda þess. Þótt jafnan hefði verið fjallað um Íslands-
mál í danska ríkisráðinu hafði aldrei verið skráð eða formlega samþykkt
nein regla um það neins staðar.
En þrátt fyrir þess konar samþættingu skulum við hugsa um þræði
þjóðríkismyndunarinnar sem aðgreinda og segja að þeir hafi flutt a)
þjóðríkismyndun, sjálfstæði og b) þjóðríkismyndun, lýðræði.
Þjóðfundurinn 1851 var fyrsta samkoman þar sem stjórnskipunarmál
Íslands voru rædd formlega, og þar var þáttunum fléttað saman í ein og
sömu frumvörpin, annað frá Danastjórn, hitt frá meirihluta Jóns Sig-
TMM_2_2009.indd 57 5/26/09 10:53:25 AM