Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Blaðsíða 57

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Blaðsíða 57
U p p k a s t i ð 101 á r i s í ð a r TMM 2009 · 2 57 Þessar tvær nýbirtu ritsmíðar eru tilefni greinar minnar. Ég verð að segja fyrir sjálfan mig að mér finnst umræða og ágreiningur um upp- kastið ekki nærri eins úrelt þing núna og veturinn 1963–64. Úr þessu verður varla annað sagt en að deilan um uppkastið sé orðin eitt af sígild- um ágreiningsefnum Íslendinga. Og varla mun hún lognast út af í þeim átökum sem við eigum óhjákvæmilega fyrir höndum um aðild okkar að Evrópusambandinu. Hvað var uppkastið? Nú er komið meira en mál að rifja stuttlega upp hvað þetta uppkast var. Þá er ráðlegt að byrja á að skipta í tvo samofna þætti þeim ferli sem við erum vön að kalla sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, en mér finnst kannski betra að kalla þjóðríkismyndun.19 Annar þátturinn varðar stöðu íslenska samfélagsins í danska ríkinu eða veldi Danakonungs (eða utan við það); hér eru lykilhugtökin sjálfstæði og þjóðfrelsi. Hinn þátturinn snýst um fyrirkomulagið á þeirri sjálfstjórn sem Íslendingar höfðu, eða vildu fá, og þar er lýðræði meginatriði. Ég segi að þessir þættir séu samofnir, og það voru þeir einkum á þann hátt að stjórnarskrá Íslands, lagabálkurinn sem kvað á um síðartalda þáttinn, innihélt óhjákvæmilega líka reglur um stöðu Íslands í Dana- veldi. Þannig segir til dæmis í stjórnarskrárákvæðinu sem stofnaði heimastjórn á Íslandi árið 1904 að ráðherra Íslands skuli hafa aðsetur í Reykjavík en fara „svo opt sem nauðsyn er á, til Kaupmannahafnar, til þess að bera upp fyrir konungi í ríkisráðinu lög og mikilvægar stjórnar- ráðstafanir“.20 Orðin „í ríkisráðinu“ voru sett inn í stjórnarskrárfrum- varpið að kröfu dönsku stjórnarinnar og voru forsenda þess að frum- varpið hlyti staðfestingu konungs á ábyrgð þess danska ráðherra sem fór með Íslandsmál áður en heimastjórn komst á. En með þeim var, raunar í fyrsta sinn í stjórnskipunarsögu Íslendinga, kveðið skýrt á um það í lögum að Ísland væri hluti af danska ríkinu en ekki einhvers konar sam- bandsland eða hjálenda þess. Þótt jafnan hefði verið fjallað um Íslands- mál í danska ríkisráðinu hafði aldrei verið skráð eða formlega samþykkt nein regla um það neins staðar. En þrátt fyrir þess konar samþættingu skulum við hugsa um þræði þjóðríkismyndunarinnar sem aðgreinda og segja að þeir hafi flutt a) þjóðríkismyndun, sjálfstæði og b) þjóðríkismyndun, lýðræði. Þjóðfundurinn 1851 var fyrsta samkoman þar sem stjórnskipunarmál Íslands voru rædd formlega, og þar var þáttunum fléttað saman í ein og sömu frumvörpin, annað frá Danastjórn, hitt frá meirihluta Jóns Sig- TMM_2_2009.indd 57 5/26/09 10:53:25 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.