Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Blaðsíða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Blaðsíða 60
G u n n a r K a r l s s o n 60 TMM 2009 · 2 varð því sjálfkjörinn. Fylgismenn uppkastsins fengu 3.475 atkvæði eða 43%. En á þessum árum voru engar hlutfallskosningar, ekki einu sinni í tveggja fulltrúa kjördæmum, svo að andstæðingarnir hlutu 25 þing- menn en fylgismenn aðeins níu, sem ráðherrann gat að vísu hækkað upp í 15 með því að tilnefna sex flokksmenn sína sem konungkjörna þing- menn.26 Til að rekja þessa sögu örstutt áfram skal það nefnt að sambandsmálið var loksins kljáð nokkurn veginn á enda með sambandslögunum sem gengu í gildi 1. desember 1918. Þá fyrst kom umsamið ríkjasamband í staðinn fyrir stöðulög danska Ríkisþingsins frá 1871. Stjórnarskrárbreyt- ing sem lagaði innlenda stjórn íslenska ríkisins að sambandslögunum 1918, „Stjórnarskrá konungsríkisins Íslands“, var síðan samþykkt árið 1920 og gekk í gildi 1. janúar árið eftir.27 Eftir það tvinnuðust a– og b– þráður þjóðríkismyndunar gersamlega saman á ný og Íslendingar afnámu sambandslögin með stjórnarskrárbreytingu árið 1944. Um leið gerðu þeir eina litla stjórnarbyltingu þegar þeir afnámu konungdæmið Ísland og tóku sér forseta í stað konungs. Svo seint sem 1928 var því hald- ið fram á Alþingi, og virðist ekki hafa verið andmælt, að það hefði ekki áhrif á konungssambandið þótt samningnum frá 1918 væri sagt upp.28 Hvers vegna var uppkastinu hafnað? Í Vonarstræti segir Ármann Jakobsson söguna eindregið frá sjónarmiði andstæðinga uppkastsins. Fyrst og fremst er þetta saga Theodóru Thor- oddsen, hvernig hún, sem hafði ekki einu sinni kosningarétt til Alþing- is, sogast inn í stjórnskipunarmálið í dvöl sinni með Skúla bónda sínum í Kaupmannahöfn og hvetur hann til að rísa gegn uppkastinu, hálfbug- aðan af veikindum:29 Þetta er bull, segir hún. Hún er bálreið. Þetta gengur ekki. Þetta er ekki það sem ályktun Þingvallafundarins snýst um. Þetta er ekki það sem þjóðin vill. Frjálst og sjálfstætt land stendur þar, segir hann. Er það ekki það sem við viljum? Sem eigi verður af hendi látið. Hvað þýðir það? Ég veit það ekki. Ég spurði Hannes að því. Og hvað sagði hann? Hann sagði að það þýddi ekki neitt. Þarf það þá að standa í lögunum? Það er víst. TMM_2_2009.indd 60 5/26/09 10:53:25 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.