Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Blaðsíða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Blaðsíða 104
S i l j a A ð a l s t e i n s d ó t t i r 104 TMM 2009 · 2 uppfræðandi safn og mjög nútímalegt um helgar komu rútur fullar af börnum brjálað að gera,“ segir Mæja. Nú er safnið ekki orðið nema svip- ur hjá sjón. Dýrunum hefur fækkað jafnt og þétt því í landinu er matar- skortur og Karl og Mæja hafa þurft að ganga á stofninn til að komast af. En þau eru svo heppin að það vex ennþá grænmeti í matjurtagarðinum þeirra. Þegar verkið hefst eru gamlir skólafélagar komnir í heimsókn, Lísa og Villi, sem þau hafa ekki haft samband við lengi en leita nú skjóls hjá þeim tímabundið ásamt börnum sínum, tvíburunum Lilla og Lóló. Ekki er tiltekið nákvæmlega undan hverju þau flýja, en sædýrasafnið er fjarri þéttbýli svo líklega er borgin ótryggari staður. Umhverfi safnsins er þó ekki friðsamlegt, við heyrum flugvélar fljúga yfir og sprengjur falla, og í heimsókn kemur hermaður, ekki í fyrsta skipti, sem virðist hafa örlög safnbúa á valdi sínu. Sínálæg er furðuveran Bella sem gefur frá sér mennsk hljóð – gleðst og hræðist, grætur eins og barn. Kannski er hún tákn sjávarspendýra, sela og hvala, sem styrr hefur lengi staðið um hvort við megum éta vegna skyldleika við þau. Bella er sérstaklega hænd að Mæju, samskipti þeirra tveggja eru kærleiksfull en á einhvern hátt hjartaskerandi. Kannski kemur Bella í staðinn fyrir barn sem Mæja hefur misst. Kannski hefur Mæja bara sára þörf fyrir einfalt og skilyrðis- laust tilfinningasamband. Naumur textinn gefur margt í skyn en veitir fá endanleg svör. Samskipti heimamanna og gesta eru kunnugleg framan af, það er talað um fortíðina, (karlmennirnir eru báðir aldir upp við stríðsástand), þau tala um mengunina í sjónum, matarskortinn, bensínskortinn „sem er hreint ótrúlegur þegar maður skoðar fjörurnar,“ eins og Lísa bendir kaldhæðnislega á. Það er talað um persónuleg málefni, barnauppeldi á óvissum tímum (tvíburarnir eru dekurdýr sem erfitt er að ná vitsmuna- sambandi við) – „við höfum verndað þau í tólf ár með því að segja þeim ekki stakt orð um æsku okkar eða um landið,“ segir Villi, en „nú fá þau það beint á kjaftinn.“ Þau tala um viðkvæma skurnina utan um líf sitt, kvíðann sem er það eina sem alltaf má stóla á, falskt öryggi velferðar- kerfis sem verður ónýtt í einni svipan þegar sprengjurnar falla: LÍSA: þegar þjóðríki er rekið eins og nunnuklaustur með smá samfélagshjálp hér og smá samfélagshjálp þar skóla hérna og spítala þarna gerist það einn daginn búmm spítalinn farinn daginn sem við fengum flugmiðana okkar passana pen- ingana ákvörðunina búmm flugstöðin farin MÆJA: hér var lítil heilsugæslustöð en hún lokaði læknirinn var skipaður hingað og hann hvarf TMM_2_2009.indd 104 5/26/09 10:53:28 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.