Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Blaðsíða 9

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Blaðsíða 9
H v e r s k o n a r s a m f é l a g v i l j u m v i ð ? TMM 2009 · 2 9 arhag, töldu nú æskilegt að færa þessi fyrirtæki úr eigu ríkisins yfir til einstaklinga sem myndu reka þau betur af því að þeir hefðu sinna sér- hagsmuna að gæta. Heimskreppan í dag sýnir svo ekki verður um villst hversu vanhugs- uð sú þróun var og í litlu samræmi við skynsamlega hugsun. Sú hug- myndafræði sem drottnað hefur í heimi stjórnmálanna síðustu 20 árin og ég hef ásamt mörgum öðrum fræðimönnum kallað „markaðshyggju“ kynti illu heilli undir þessari þróun. Ég ætla ekki að fara yfir gagnrýni mína á markaðshyggjuna í neinum smáatriðum2, en minni á örfá einföld grunneinkenni hennar: 1) Öll mannleg samskipti eru viðskipti 2) mestu skiptir að eignast peninga 3) allt á helst að vera í einkaeign 4) samkeppni er ávallt af hinu góða. Þess- ar staðhæfingar eru ekki aðeins sannanlega rangar, heldur háskalegar þegar þær eru skoðaðar sem almenn sannindi um mannlegt siðferði og samfélag. Þá leiða þær til skeytingarleysis um eiginleg verðmæti, afskiptaleysis um hag náungans og til þess að menn lofsyngja lesti á borð við ófyrirleitni, ósvífni, blygðunarleysi og metorðagirnd. Talsmaður markaðshyggju, ekki síst ef hann er að auki sannfærður nýfrjálshyggjusinni og lærður í þeim fræðum, mun andmæla mér með því að segja að þessum fjórum staðhæfingum mínum trúi ekki nokkur heilvita maður. Vera má, og ég vona það raunar, að hann hafi rétt fyrir sér. Þetta er engu að síður rétt greining á þeim linnulausa áróðri sem hefur dunið á ungum sem öldnum í íslensku samfélagi síðustu tíu til tuttugu árin; þessi söngur hófst raunar miklu fyrr, en varð allsráðandi eftir að Sjálfstæðisflokkurinn tók völdin í landinu uppúr 1990. Ég ætla ekki heldur að vera langorður um það hvernig við eigum að bregðast við boðskap markaðshyggjunnar.3 1) Við eigum að rækta eftir föngum samskipti sem ekki ráðast af viðskiptahagsmunum einum; 2) við eigum að einbeita okkur að andlegum og siðferðilegum gildum og ekki láta stjórnast af efnahagsgildunum einum; 3) við eigum að hugsa um sameignir okkar, landið og auðlindir þess, tunguna, söguna og stofnanirnar sem bera uppi samfélagið, fjölskylduna, skólana, dómstól- ana, sjúkrahúsin; 4) við eigum að temja okkur samstarfsanda í stað þess að kynda undir samkeppni eins og mannlífið sé ekki annað en kapp- leikur. Í mínum huga er það stærsta verkefni stjórnmálanna í heiminum í dag að móta stjórnmálastefnu í anda þeirra fjögurra grundvallaratriða sem ég var að nefna. Í Evrópu hafa menn rætt þetta um árabil en án þess að hafa enn haft árangur sem erfiði vegna þess að markaðshyggjan hefur haft svo sterk ítök í hugsun manna. Hér á Íslandi er verkefnið að hefjast TMM_2_2009.indd 9 5/26/09 10:53:22 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.