Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Blaðsíða 78

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Blaðsíða 78
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r 78 TMM 2009 · 2 frá honum. Hann er kallaður fram af Nathaniel, er hrokafullur ungur galdranemi og sér ekkert rangt við ofurvald galdramannanna og fyrir- litningu þeirra á almúganum.5 Þetta gefur sögunni fleiri blæbrigði en venjan er í fantasíum fyrir þennan aldurshóp. II Galdraheimur Bartimæusar-bókanna er nokkuð frábrugðinn hinni hefðbundnu „hreinu“ fantasíu, en þó tilheyrir sagan þeirri bókmennta- grein einna helst, þótt vissulega sé fátt „hreint“ þegar kemur að formum og formúlum þessara bókmennta, þvert á væntingar þeirra sem ekki þekkja til. Til dæmis má nefna að „hreinu“ fantasíunum má skipta niður í flokka, en hluti þeirra er kenndur við sverð og særingar og eru iðulega ákaflega reyfarakenndar (og þykja léttvægari en tolkíenskar sögur), en það er höfundur Conans villimanns, Robert E. Howard, sem ruddi þá braut. Howard skrifaði mikið í hin svokölluðu pulp-tímarit á fjórða og fimmta áratug tuttugustu aldar en á þeim tíma má segja að „hreina“ fantasían hafi mótast í það form sem hún er kunnust fyrir í dag. Rætur hennar liggja þó mun aftar, en flestar forsögur (vestrænu) skáldsögunn- ar eins og við þekkjum hana í dag eru fantastískar, til dæmis Satíríkon og Dekameron, auk hinnar frægu Útópíu eftir Thomas More, en sú varð hreinlega uppspretta að heilli nýrri grein bókmennta. Ekki má heldur gleyma ævintýrum, þjóðsögum og goðsögum sem einnig hafa verið mikilvæg hliðargrein við fantasíuna alla tíð, en verk þeirra Hómers, Óvíds og Snorra Sturlusonar eru almennt talin meðal fyrirrennara fant- asíunnar, auk alls kyns miðaldasagna eins og riddarasagna og rómansa, þar á meðal Fornaldarsögur Norðurlanda og sumar Íslendingasagna. Þegar skáldsagan byrjar að mótast á átjándu öld komu fram fantasíur eins og Ferðir Gúllívers eftir Jonathan Swift (1726), og á sama tíma verð- ur gotneska skáldsagan til en þó að hún tilheyri aðallega hrollvekjunni hefur hún einnig verið flokkuð sem fantastísk bókmenntagrein. Seint á nítjándu öld koma svo fram frægar fantasíur fyrir börn, eins og Lísa í Undralandi eftir Lewis Carroll (1865). Hér er auðvitað stiklað á stóru í sögunni og aðeins tínd til þekktustu verkin og þau sem falla klárlegast innan marka formsins. En það mætti auðveldlega víkka sviðið út og tína til vísindafantasíur eins og eftir Jules Verne og H.G. Wells, bókmenntalegar fantasíur Frans Kafka og Mikaíls Búlgakof, eða einfaldlega minna þekkt, en þó ákaflega mikilvæg verk, eins og Gormenghast eftir Mervin Peak sem kom út um svipað leyti og Hringadróttinssaga Tolkiens (1946–1959). TMM_2_2009.indd 78 5/26/09 10:53:26 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.