Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Blaðsíða 89

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Blaðsíða 89
D r e k a r , d ö m u r o g d æ m a l a u s t ö f r a b r ö g ð TMM 2009 · 2 89 hef reyndar aldrei getað tekið undir. Bókin hefur gengið í gegnum ýmislegt og á sjálfsagt eftir að ganga í gegnum enn meira og misjafnara. Persónulega hef ég meiri áhyggjur af því að bókin verði upphafin sem síðasti útvörður gamalla gilda og staðni þannig. En meðan fantasíuhöf- undar eins og þeir sem fjallað er um hér að ofan halda áfram að skrifa skemmtilegar og hugvekjandi fantasíur er engin ástæða til að hafa áhyggjur af því að bókin verði að steingervingi; líkt og eldspúandi dreki heldur hún áfram að lýsa okkur leið inn í aðra heima. Þessi grein er unnin upp úr fjölda ritdóma og pistla, aðallega af Bókmenntavef Borgarbóka- safnsins, bokmenntir.is, en einnig úr Víðsjá á RÚV. Tilvísanir 1 Ármann Jakobsson fjallar einmitt sérstaklega um tilvísanir og textatengsl í grein sinni „Drekar, blökur, andar og óhugnaður: Nokkrar nýlegar sögur um unglinga“ í Börn og menning, 1: 2006. Þar fjallar hann um nokkrar af þeim sögum sem hér verða ræddar og tengir sérstaklega við umræður um unglinga, þroska og fjölskyldumynstur. 2 Þess má geta að þó ég telji mig enn kunna að meta bækur fyrir fullorðna, þá get ég ekki annað sagt en að mér finnst afar skemmtilegt að lesa þetta efni, enda af þeirri kynslóð sem ólst upp við skandínavískt félagslegt – og hrútleiðinlegt – raunsæi og ber þess sjálfsagt seint bætur. 3 Fantasían hefur reyndar verið séð sem sérlega kvenlegur miðill eða ritháttur og konur hafa verið framarlega í fantastískum bókmenntum og nýtt sér fantasíuna óspart til þess að brjóta upp hefðir og norm, stokka upp kynjahlutverk og leika sér með það að skapa nýja heima og ný viðmið. Dæmi um þetta eru konur eins og Tanith Lee, Ann McCaffrey og Joanna Russ og af „bókmenntalegum“ dæmum má nefna bækur Jeanette Winterson, skáldsöguna Kassöndru eftir Christu Wolf og umritanir Angelu Carter á ævintýrum. 4 Ritstjóri benti mér á að ræða þetta stef þekkingar og valds nánar og benti á að þessa hugmynd um vald og dramb sé nátengt þekktum galdrabókmenntaverkum eins og Galdra-Lofti og Fást. Þetta er ljóslega mikilvægur þáttur fantasíunnar og að auki mikilvægur boðskapur allra bók- anna, en hér verður ekki farið út í nánari greiningu á þessu þema verkanna. 5 Þess má geta að sams konar „andhetja“ er einmitt aðalhetja annars vinsæls fantasíubókaflokks, Artemis Fowl. 6 Tzvetan Todorov, The Fantastic: A Structural Approach to a Literary Genre, þýð. Richard How- ard, Ithaca, Cornell University Press 1975 (1973). 7 Ástráður Eysteinsson, „Í fuglabjargi skáldsögunnar. Um Kristnihald undir Jökli“, í Umbrot: Bókmenntir og nútími, Reykjavík, Háskólaútgáfan 1999, bls. 245. 8 Rosemary Jackson, Fantasy: The Literature of Subversion, London, Methuen 1981. 9 Eitt af því sem er ánægjulegt við þessa uppsveiflu í fantastískri afþreyingarmenningu er endur- vakinn áhugi á ævintýrum, goðsögum og þjóðsögum, því það er einmitt innan fantasíunnar sem þessi menningararfur hefur eignast framhaldslíf. Reyndar mætti benda á að þjóðsögur og sagnir tengja á skemmtilegan hátt saman fantasíu og veruleika, þar sem þjóðsögur eru hluti af veruleika þjóðarinnar og því náttúrulega dæmi um háraunsæi. 10 Þetta vandamál kemur meðal annars til af því að utan um hetjuna hafa myndast ákveðnar karl- legar formúlur eins og í bók Josephs Campell, The Hero With a Thousand Faces (1949). Margery Hourihan er til dæmis afar gagnrýnin á ímynd hetjunnar í bók sinni Deconstructing the Hero: Literary Theory and Children’s Literature, London, Routledge 1977. 11 Býkúpa er reyndar á mörkum þess að geta talist fantasía, svo mjög heldur hún í raunsæislegt TMM_2_2009.indd 89 5/26/09 10:53:27 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.