Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Blaðsíða 136

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Blaðsíða 136
Á d r e p u r 136 TMM 2009 · 2 að skrifa. Sýnist mér, lauslega áætlað, sem hann vitni hér til á sjötta hundraðs heimildarrita, gamalla og nýrra, sem öll eru þó enn fullgild; sum mjög gömul, torfengin og vandfundin. Sá kafli sem ég var einna ánægðastur með er um mælikvarða, lengd, þyngd, rúmmál, verð og tímatal á miðöldum. Sú þekking hefur til þessa verið torfundin. Gunnar segir í formála að sumum muni finnast ritið njóta sín betur í net- útgáfu þar sem beita megi tölvutækni til að finna efnisatriði. Er hægt að vera sammála honum um það. Höfundur segir líka að vinnuheiti verksins hafi verið Íslandssaga á veraldarvef. Tvennt segir hann mæla gegn netútgáfu: 1. Birtingarstað vantar fyrir slíka útgáfu. 2. Netútgefið efni mælist lágt í vinnumati háskólakennara. Um bæði atriðin má kenna skipulagsleysi. Íslandssaga í greinum er safn á netinu sem ég vil þakka. Það er ómetanlegt við heimildaleit og kemur einatt upp þegar leitað er sögulegra upplýsinga á net- inu. Bókaútgáfa er að sjálfsögðu og verður einn grundvallarþáttur menningar- lífsins. Fólki líður vel með bók í hönd, hefur gaman af að lesa, jafnvel að eiga bækur og safna. Einkum á þetta við skáldsögur, kveðskap, ættfræði- og upp- sláttarrit. Þannig þarf bókaútgáfa ekki að vera á undanhaldi. Samt er marg- vísleg handbókaútgáfa betur komin á netinu. Gunnar Karlsson skrifar líka grein í nýútkomið merkilegt afmælisrit Lofts Guttormssonar prófessors, Menntaspor. Greinin fjallar um rannsókn á upp- runa menntamanna á liðnum öldum. Þar nýtir hann sér Íslenskar æviskrár Páls Eggerts Ólasonar á einstaklega hugkvæman hátt og reisir um leið Pál Eggert úr öskustó vísindanna. Hve miklu auðveldara hefði þetta verk ekki verið ef ævi- skrárnar væru tölvutækar? Eins og reyndar allar bækur nútímans eru, amk. þar til þær fara í prentun! Fólk þarf aðgang að handbókum við störf sín og áhugamál. Ef menn þurfa á upplýsingum að halda um gangtegundir hesta, svo dæmi sé tekið, fara menn ekki í safn næst þegar þeir hafa tíma til eða eiga leið til borgarinnar eða Íslands. Menn vilja fá upplýsingar þegar þeir þurfa á þeim að halda; jafnvel að fá að sjá ganginn á hreyfimynd. Sú var í upphafi ástæða þess að menn hófu útgáfu fjöl- fræðibóka; líka ástæða þess að nú hallar undan fæti fyrir þeim. Salmonsen löngu hætt að koma út og Encyclopaedia Britannica í vanda stödd. Kannski er hjálp í netvæðingu bókakostsins á næsta leiti. Því miður fór illa fyrir því brautryðjandaverki sem var í uppsiglingu fyrir löngu á vegum útgáf- unnar Svart á hvítu. Sprotaverkefni væri það nú nefnt sem hóf að skanna mikið af bókakosti þjóðarinnar, í þeim tilgangi að koma honum á netið. Eins og margt, einkum síðar, komst fyrirtækið í þrot og verkefnið í faðm ríkisins. Spurðist ekki til þess síðan. Nú er batavon, þótt íslendingar séu þar ekki brautryðjendur. Google vinnur að netvæðingu á bókakosti heimsins, þ.e. einkum þess sem er uppseldur. Hefur fyrirtækið gert samninga við útgefendur og bókasöfn í mörgum löndum. Þjóð- TMM_2_2009.indd 136 5/26/09 10:53:30 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.