Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Blaðsíða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Blaðsíða 14
S t e fá n J ó n H a f s t e i n 14 TMM 2011 · 3 grein er hún skipulögð gegnum pólitíska úthlutunarkerfið og látin niðurgreiða höfðingjaveldið; Kárahnjúkavirkjun er reist með veði í skattfé almennings því hún stenst ekki markaðskröfur þótt hún full- nægi þörf stjórnmálastéttarinnar fyrir hollustukaup. Kapphlaupið um að bræða ál og setja öll orkuegg þjóðarinnar í þá einu körfu er kapp- hlaup smákónganna með tilheyrandi skóflustungum.22 Undir lok 20. aldarinnar hefði þetta kerfi átt að vera komið að niður- lotum því lítið var eftir afgangs nema opna 1–2 álver í völdum kjör- dæmum og byrjað að skuldsetja útgerðina miskunnarlaust til að merg- sjúga og flytja gróða undan sköttum í felufélög erlendis. Þá opnaðist óvænt ný auðlind: Erlent lánsfé.23 Allt í einu má auka verðmæti íslensku bankanna og fyrirtækjanna margfalt, þau eru látin sjúga upp erlend lán eins og hvern annan makrílstofn með lýðveldið sjálft að veði. Svo kemur hið óumflýjanlega Hrun. Það sem leit í fyrstu út eins og fjármálahrun hefur síðan afhjúpað spillingardýki þar sem ekki stendur steinn yfir steini.24 Sjálfsmynd þjóðarinnar hrynur. En myndin sem við blasir er miklu dekkri en bara óstjórn á öllum sviðum. Íslenska kerfið byggir á þaulskipulagðri andstöðu við verð- leika. IV. Gegn lýðræði, gegn verðleikum Hvers vegna að rifja upp þessi almæltu tíðindi úr sögunni? Fyrst, til að minna okkur á að Hrunið í október 2008 var ekki bara óveður frá útlöndum, eða vegna framgöngu óráðvandra manna, heldur rökrétt niðurstaða af áratuga langri óstjórn. Í öðru lagi til að undirstrika að endurreisn Íslands er ekki bara spurning um „frjálshyggju“ andspænis „norrænni velferð“ heldur spurning um að endurreisa lýðveldið á lýðræðislegum háttum. Í þriðja lagi til að greina betur þann vanda sem nú er við að glíma, því gamla kerfið leiddi yfir okkur galla sem verður að taka á. Stjórnmálakerfið er gjaldþrota. Úrslit sveitarstjórnarkosninganna 2010 sýndu að í öllum stærstu sveitarfélögum landsins hafnaði almenn- ingur gamla fjórflokkakerfinu, sem formaður Samfylkingar lýsti „dautt“ á kosninganótt. Níutíu prósent þjóðarinnar vantreysta Alþingi. Skýrsla rannsóknarnefndarinnar hefði með réttu átt að kalla á afsögn Alþingis (sem átti að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu í undan- fara Hrunsins), en varð þess í stað enn eitt bitbeinið með tilheyrandi klofningi þingsins og virðist ekki ætla að leiða til annars en að gera Geir Haarde að allsherjar blóraböggli.25 Könnun í ágúst 2011 sýnir full-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.