Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Síða 30

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Síða 30
G u ð n i E l í s s o n 30 TMM 2011 · 3 er mikilvægt að „blindast ekki af hræðsluáróðri“.32 Þótt færa megi rök fyrir því að DDT hafi verið: ofnotað í bandarískum landbúnaði á sjötta áratug tuttugustu aldar, leiddi ekki nauðsynlega af því, að banna ætti notkun þess gegn mýraköldu í suðrænum löndum á sama tíma eða síðar. Þegar dregið var þar úr notkun efnisins, færðist mýrakalda aftur í aukana. Stjórnvöld á Sri Lanka hættu til dæmis að nota DDT árið 1964, þegar þau töldu, að tekist hefði að útrýma mýraköldu. En árið 1969 hafði mýraköldusjúklingum þar í landi aftur fjölgað í um hálfa milljón. Hvert landið af öðru fylgdi hins vegar fordæmi Bandaríkjamanna á áttunda áratug og bannaði alla notkun DDT. Mörg vestræn ríki, sem veittu fátækum þjóðum í suðri þróunaraðstoð, bundu hana því skilyrði, að notkun DDT væri bönnuð. Þetta hafði skelfilegar afleiðingar. Talið er, að allt frá einni og upp í þrjár millj- ónir manna í þróunarlöndum látist nú árlega úr mýraköldu, aðallega börn. Þetta fólk hefði fæst dáið, hefði verið leyfilegt að nota DDT gegn mýraköldu.33 Er það rétt að ,bann‘ við notkun skordýraeitursins DDT megi rekja til bandarísku umhverfisverndarhreyfingarinnar, ,bannið‘ hafi breiðst út til þriðja heimsins og að af þeim sökum hafi tugir milljóna látið lífið frá upphafi áttunda áratugarins? Hannes ítrekar þessa skoðun stuttu síðar. Nú sé fyrst og fremst barist fyrir heimild til að úða efninu á inn- veggi íbúðarhúsa og af máli hans má ráða að grátlegt sé að ekki hafi verið brugðist við þessari beiðni fyrir löngu: „Þegar Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin, WHO, ákvað eftir miklar umræður árið 2006 að mæla með notkun DDT gegn mýraköldu, höfðu sennilega hátt í fimmtíu milljónir manna hnigið að þarflausu í valinn næsta aldarfjórðunginn á undan.“34 Lýsing Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar er um margt undarleg, en fjöldamargar athugasemdir má gera við málflutning hans. 1) Þegar Bandaríska umhverfisverndarstofnunin (EPA) bannaði notkun DDT árið 1972 (með ákveðnum undantekningum) tók það að sjálfsögðu ekki til annarra landa. Stjórnandi stofnunarinnar, William Ruckelshaus, lagði þá á það áherslu að enn gætu bandarískir framleið- endur flutt skordýraeitrið út, enda hafði EPA enga lögsögu utan Banda- ríkjanna.35 Einnig er varasamt að leggja of mikla áherslu á „fordæmi“ Bandaríkjamanna þótt Hannes Hólmsteinn og fleiri geri það. Ýmis austantjaldslönd höfðu bannað notkun efnisins áður, t.d. Ungverja- land 1968 og Sovétríkin 1969–70, þótt illa gengi að framfylgja banninu þar,36 auk Kúbu 1970. Hér voru Norðurlöndin einnig í fararbroddi, en efnið var bannað í Noregi og Svíþjóð frá 1970. Annars staðar á Vestur- löndum takmörkuðu yfirvöld notkun á efninu mun seinna, á Bret-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.