Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Blaðsíða 32
G u ð n i E l í s s o n
32 TMM 2011 · 3
Mikið magn upplýsinga er til um baráttu yfirvalda á Sri Lanka við
moskítófluguna á síðari hluta tuttugustu aldar og því er erfitt að skilja
hvers vegna þessi rangfærsla heldur enn velli. Hannes Hólmsteinn vitnar
í bók frjálshyggjumannanna Richards Tren og Rogers Bate Malaria and
the DDT Story máli sínu til stuðnings,41 en hún byggir aftur á móti
talsvert á þekktu riti Gordons Harrison, Mosquitoes, Malaria and Man
(Tren og Bate vitna alls 22 sinnum í bók Harrisons í 105 síðna bók sinni).
Rétt eins og Hannes láta þeir þó hjá líða að minnast á ítarlega lýsingu
Harrisons á aðgerðum yfirvalda sem allt fram til 1976 heimiluðu víð-
tæka notkun á DDT með litlum árangri gegn moskítóflugustofni sem
reyndist með öllu ónæmur fyrir eitrinu.
Hvað á að kalla slík vinnubrögð af hálfu Tren og Bate? Er hér á
ferðinni stórfelld yfirsjón eða er þetta dæmi um fræðilegan óheiðar-
leika? Vísindabloggarinn Tim Lambert hallast að hinu síðarnefnda í
pistli um baráttu yfirvalda við mýraköldu á Sri Lanka og þær rang-
færslur sem finna má í skrifum afneitunariðnaðarins.42 Þess má til við-
bótar geta að árið 2007 var fjöldi mýraköldutilfella á Sri Lanka kominn
niður í 196 þrátt fyrir að DDT væri ekki lengur notað,43 og enginn lést
úr sjúkdómnum í landinu á árunum 2009 og 2010.44
4) Það er því rangt að DDT sé sá áhrifavaldur í baráttunni gegn
mýraköldu sem Hannes Hólmsteinn vill vera láta. Í Víetnam, svo aðeins
eitt dæmi sé tekið, náðu yfirvöld fyrst árangri eftir að hætt var að nota
DDT. Árið 1991 hurfu þau loks frá víðtækri DDT-úðun og tóku þess í
stað upp margþættari baráttu, sem fól í sér dreifingu flugnaneta, úðað
var innan dyra með nýjum eiturefnum og heilsufar bætt með aukinni
menntun. Á næstu sex árum fækkaði dauðsföllum vegna malaríu um
97% sem verður að teljast ótrúlegur árangur.45 Það er því ekki rétt að
einungis sé hægt að halda mýraköldu í skefjum með notkun DDT og oft
verður að leita annarra leiða.
5) Hannes heldur því ranglega fram að ekki hafi tekist að sýna fram
á að „DDT sé krabbameinsvaki“. Í þekktri rannsókn sem Barbara A.
Cohn stýrði, en niðurstöður hennar voru birtar 2007, kemur t.d. fram að
konur sem komust í snertingu við DDT á viðkvæmum aldri, sem börn
eða unglingar, eru fimm sinnum líklegri til þess að þróa með sér brjósta-
krabbamein síðar á ævinni en þær konur sem aldrei komust í snertingu
við eitrið, eða voru orðnar fullorðnar þegar eitrið var fyrst notað.46
6) Hannes Hólmsteinn þykist í grein sinni setja fram hófstillta afstöðu
til eitrunar, ólíkt Rachel Carson sem gangi fram með offorsi og opinberi
þekkingarleysi sitt á sviðinu. Fyrir hennar orð hafi notkun DDT víðast
verið bönnuð. Þótt vissulega megi færa rök fyrir því að DDT hafi verið