Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Blaðsíða 61

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Blaðsíða 61
C o d u s c r i m i n a l u s : M a n n s h v ö r f o g g l æ p i r TMM 2011 · 3 61 fyrr en 2009, árið eftir hrunið, sem Arnaldur tekur útrásarbraskið markvisst fyrir í Svörtuloftum. Enn eitt stórt stef er seinna stríðið og kalda stríðið en spilling og sam særi tengd síðari heimsstyrjöld er viðfangsefni Napóleonsskjalanna og Konungsbók fjallar um afleiðingar síðari heimsstyrjaldar. Hvorug þessara tilheyrir þó Erlendar-seríunni eins og áður hefur komið fram. Njósnir á tímum kalda stríðsins koma fyrir í Kleifarvatni, þar skiptist frásögnin í tvær raddir, eina úr fortíð og aðra í nútíð, líkt og í Grafarþögn, en í þeirri bók tengist viðfangsefnið einnig stríðsárunum.23 Vitundarmiðjan er fyrst og fremst hjá Erlendi og hin félagslega ádeila kemur iðulega frá honum. Eins og áður er sagt er Erlendur merkilega fordómalaus og þrátt fyrir að eiga erfitt með að tengjast sínum nánustu virðist hann eiga gott með að samsama sig ýmsum þeim sem minna mega sín eða eiga um sárt að binda og því er hann góður fulltrúi þeirrar næmu ádeilu sem er svo sterkt einkenni bóka Arnaldar. Það eru því ýmis málefni sem skáldverkin fjalla um og í raun fullt eins hægt að lýsa þeim út frá þessum samfélagsmeinum, burtséð frá glæpunum. Ís og land Hinn hráslagalegi hversdagsleiki sem umvefur glæpina í verkum Arnaldar er órjúfanlegur hluti af hinu hráslagalega umhverfi sagnanna. Erlendur kann best við sig í kulda og myrkri vetrarins, og hverfur inn í hvíta þoku í lok Harðskafa: Hann stóð við eyðibýlið sem var gamla heimilið hans og horfði upp í átt að Harðskafa. Það sást ekki vel til fjallsins vegna hrímþoku sem seig æ neðar í fjörðinn […] Hann starði langa stund þögull og alvarlegur upp að fjallinu áður en hann lagði af stað fótgangandi með gönguprik og lítinn bakpoka á herðum sér. Honum sóttist ferðin greiðlega og hann var umvafinn þögn náttúrunnar sem lögst var í vetrardvala allt í kringum hann. Áður en langt um leið var hann horfinn í hvíta þokuna.24 Þegar vetrinum sleppir er það hin hvíta og skerandi sumarbirta sem umlykur Erlend og veldur honum vandræðum: „Helvítis miðnætur- sólin hélt fyrir honum vöku langt frameftir öllu. Það var eins og ekkert dygði á hana. Erlendur reyndi að útiloka svefnherbergi sitt frá næturbirtunni með þykkum gluggatjöldum en henni tókst að smjúga framhjá þeim.“25 Á endanum biður hann Elínborgu um að aðstoða sig við að finna leppa sem hann getur haft yfir augunum og þetta vekur mikla kátínu: „- Meinarðu eins og kellingarnar eru með í bíómyndum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0256-8438
Tungumál:
Árgangar:
82
Fjöldi tölublaða/hefta:
313
Skráðar greinar:
Gefið út:
1938-í dag
Myndað til:
2019
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Kristinn E. Andrésson (1940-1970)
Jakob Benediktsson (1947-1975)
Sigfús Daðason (1960-1976)
Silja Aðalsteinsdóttir (1982-1987)
Vésteinn Ólason (1983-1985)
Guðmundur Andri Thorsson (1987-1989)
Árni Sigurjónsson (1990-1993)
Friðrik Rafnsson (1993-2000)
Útgefandi:
Bókmenntafélagið Mál og menning (1938-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Framhald í: TMM. Tímarit um menningu og mannlíf. Bókmenntir. Bókmenntagreining. Mál og menning.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 3. tölublað (01.09.2011)
https://timarit.is/issue/401775

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3. tölublað (01.09.2011)

Aðgerðir: