Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Blaðsíða 136

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Blaðsíða 136
136 TMM 2011 · 3 D ó m a r u m b æ k u r Stefán Pálsson Tár, bros og töfraskór Guðni Th. Jóhannesson: Gunnar Thor- oddsen – ævisaga. JPV útgáfa 2010. Sumarið 1980, voru enn hveitibrauðs- dagar ríkisstjórnar Gunnars Thorodd- sens. Stjórnin var mynduð í febrúar sama ár og naut í fyrstu slíkra vinsælda í skoðanakönnunum að fátítt mátti heita í lýðræðisríki. Stjórnin naut meira að segja stuðnings meirihluta kjósenda Sjálfstæðisflokksins, sem átti þó að heita helsti stjórnarandstöðuflokkurinn. Þótt skoðanakannanir, samkvæmt ströngum vinnubrögðum félagsvísinda, hafi verið skammt á veg komnar í byrjun níunda áratugarins (a.m.k. eins og þær voru iðkaðar af reykvísku síðdegisblöðunum), leiddu þær í ljós að stjórn Gunnars Thoroddsens naut býsna mikils fylgis allan starfstíma sinn. Þessi stuðningur kemur yfirleitt ungum sagnfræði- og stjórnmálafræði- nemum í opna skjöldu. Gamlir and- stæðingar stjórnarinnar – og þá ekki síst fylgismenn Geirs Hallgrímssonar í inn- anflokkserjum Sjálfstæðismanna – hafa verið mun iðnari við að semja eftirmæli hennar en gömlu stuðningsmennirnir. Sú hugmynd að Ísland hafi verið í rjúk- andi rúst frá 1980 til 1983 ætti því ekki að koma á óvart. Í ágúst 1980 voru slíkar vangaveltur fjarri lagi. Dr. Gunnar var með öll tromp á hendi, í þeirri sérkennilegu aðstöðu að gegna embætti forsætisráð- herra í fullum fjandskap við formann síns eigin stjórnmálaflokks. Staða Geirs Hallgrímssonar var svo veik að stuðn- ingsmenn Gunnars ræddu það opinber- lega hvort réttara myndi að Geir viki eða hvort huga ætti að stofnun nýs stjórn málaflokks utan um forsætisráð- herrann. Skátar hjóla í templara Ágúst 1980 markaði líka upphaf að útgáfu nýs tímarits á Íslandi. Skáta- hreyfingin og Frjálst framtak hófu útgáfu barnablaðsins ABC. Fyrsta heftið kostaði 1.660 krónur og hafði að geyma uppljóstranir hins hviklynda stjórnar- þingmanns Guðrúnar Helgadóttur um ný ævintýri Jóns Odds og Jóns Bjarna. Þegar kom að útgáfu jólaheftisins (sem nefndist reyndar ABCD vegna skamm- vinnrar vörumerkjadeilu við auglýsinga- stofuna ABC) var verðið komið upp í 1.990 krónur. Hækkunin er gott dæmi um óðaverðbólgu þessara ára, sem stjórn inni tókst aldrei að koma böndum á og hefur litað minningu hennar æ síðan. ABC var hvorki byltingarblað í formi né efnistökum. Það var þó óneitanlega ívið nútímalegra en keppinauturinn Æskan, sem Stórstúka Íslands hafði gefið út frá árinu 1897 og var þakin heil- ræðum neðanmáls: „Drekkið aldrei fyrsta staupið“ og „Munið að læra lexí- urnar ykkar fyrir skólann“. Tromp beggja blaðanna voru litprentuðu teiknimyndasögurnar. Stolt Æskunnar var norski hrakfallabálkurinn Smør- bukk eða „Bjössi bolla“ (sem þótti offitusjúklingur á sínum tíma, en teldist líklega meðalmaður í dag). Hið framsækna ABC birti hins vegar (í rangri og tilviljanakenndri tímaröð) söguna um Kalla í knattspyrnu eða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.