Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Blaðsíða 135
Á d r e p u r
TMM 2011 · 3 135
nú sem þessi grein mín sé ekki til, sé
ekki sú, að hann ræður ekki við að and-
mæla öllum þeim dæmum sem mæla
gegn túlkun hans. Ég get ekki verið að
endurtaka hér rök og dæmi úr þessari
grein minni, það yrði allt of langt mál.
Enda ættu þeir sem vilja að geta komist í
Andvara 2005, en ella lesið greinina á
vefslóð minni: http://oernolafs.blogspot.
com
Í þessu sambandi verður að minnast
á Svein Skorra Höskuldsson. Hann bjó
sex ár í Svíþjóð, var sendikennari í
íslensku við Uppsalaháskóla á árunum
1962–8. Síðan varð hann prófessor í
íslenskum bókmenntum við Háskóla
Íslands, og fjallaði þá tvívegis (1970 og
1971) í löngu máli um tilurð Tímans og
vatnsins. En aldrei minnist hann á
tengsl þessa ljóðabálks við sænskar bók-
menntir, og er þó erfitt að ímynda sér að
hann hafi ekki þekkt til Lindegren, hvað
þá ekki þekkt danska þýðingu á ljóðum
Steins. Á að skýra þessa þögn með því
að hann hafi ekki viljað viðurkenna
erlend áhrif á svo vinsælan og kunnan
íslenskan ljóðabálk? Spyr sá sem ekki
veit, en hefur mætt slíkri afstöðu hjá
fleiri íslenskum bókmenntafræðingum.
Nú komum við aftur til upphafsins.
Það má ljóst vera, að sá sem túlkar bók-
menntaverk eftir eigin höfði, án tillits til
þess hvað gæti mælt gegn túlkun hans,
hann fremur einungis fimbulfamb, sem
er úrelt áður en það birtist, fánýtt. Það
er sorglegt að sjá frjótt hæfileikafólk sóa
tíma sínum og kröftum í slíkt.
Tilvitnuð rit:
Matthías Johannessen: Fjötrar okkar og tak-
mörk, 1995, 25–9, bls. 210–221.
Preben Meulengracht Sørensen: Bygging og
tákn. Skírnir 1970, bls. 129–152.
Silja Aðalsteinsdóttir: Þú og ég sem urðum
aldrei til. Skírnir 1981, bls. 29–51.
Steinn Steinarr: Ævi og skoðanir. Rvík 1995
(191 bls.).
Sveinn Skorri Höskuldsson: Að yrkja á atóm-
öld. 1970 (74 bls.).
Sveinn Skorri Höskuldsson: Þegar Tíminn og
vatnið varð til.
Afmælisrit til Steingríms J. Þorsteinssonar,
1971, bls. 155–195.
Þorsteinn Þorsteinsson: Að lesa Tímann og
vatnið. TMM 2011/1, bls. 6–37.
Örn Ólafsson: Uppsprettur Tímans og vatns-
ins, Andvari 2005, 119–154.
Örn Ólafsson: Seiðblátt hafið. Kaupmannahöfn
2008 (480 bls.).
Örn Ólafsson: Andmæli. Skírnir 2010, bls.
533–7.