Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Side 139

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Side 139
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2011 · 3 139 tryggja sínum manni stöðu við lagadeild Háskólans, en telur síðar sjálfsagt rétt- lætismál að Sjálfstæðisflokkurinn veiti sér bankastjórastöðu. Skjótur stjórn- málaframi Gunnars á þrítugsaldri verð- ur heldur ekki skýrður nema með því að Ólafur Thors og aðrir forystumenn flokksins hafi haft tröllatrú á honum. Ólafur leyfir Gunnari að freista þess að endurvekja Nýsköpunarstjórnina árið 1949 undir sinni stjórn. Fáeinum miss- erum eftir að formaður Sjálfstæðis- flokksins er fús til að láta Gunnari í té forsætisráðherrastólinn hefur orðið full- ur trúnaðarbrestur þeirra á milli. Vík milli vina Frá sjónarhorni marxistans, sem vill leita stórra efnahagslegra skýringa á framrás sögunnar í stóru jafnt sem smáu, er það nánast óþolandi að þurfa að skýra flokkadrætti sem mótuðu íslenska pólitík um áratugi með særðu stolti og illskiljanlegri kergju milli manna. Undan því verður þó ekki kom- ist. Stuðningur Gunnars við Ásgeir tengdaföður sinn í forsetakosningunum 1952 var aldrei fyrirgefinn. Líkt og aðrir þeir sem fjallað hafa um þessar afdrifa- ríku kosningar, á Guðni bágt með að skýra einþykkni Ólafs Thors og ofsa- fengin viðbrögð hans við því að Gunnar hafi tekið fjölskyldutengslin fram yfir flokkslínuna. Í þessu máli er samúð Guðna með söguhetju sinni augljós og skiljanleg. Hann leggur ríka áherslu á að Gunnar hafi komið eins hreint og heiðarlega fram og honum var unnt. Samkvæmt því bar Ólafur Thors höfuðábyrgð á klúðrinu, með því að draga úr hömlu að taka ákvarðanir um hvort og hvern flokkurinn skyldi styðja. Skemmtilegt er að lesa saman umfjöllun Guðna um aðdraganda forsetakjörsins annars vegar, en Matthíasar Johannesen hins vegar í helgimyndarævisögu hans um Ólaf Thors. Eitt af því sem hinar opinskáu dag- bókafærslur víkja að, er neysla Gunnars á áfengi. Ofneysla ýmissa íslenskra stjórnmálamanna á víni um miðbik tuttugustu aldar er þekkt fyrirbæri, sem þó hefur lítið verið fjallað um í ævisög- um. Gunnar er ekki eini pólitíkus þess- ara ára sem sjá má á myndum þreytu- legan með sólgleraugu innan dyra við ýmis tilefni. Að þessu leyti brýtur umfjöllun bókarinnar um drykkjuskap leiðtogans blað, þótt af henni megi raunar helst ráða að áfengisneyslan hafi fremur verið Gunnari til persónulegs ama en að hún hafi komið niður á störf- um hans. Kjaftasögur um drykkjuskap sköð- uðu stjórnmálamenn af kynslóð Gunn- ars Thoroddsens ekki svo mjög. Slíkt þótti nánast tilheyra á karlavinnustaðn- um Alþingi. Verra þótti Gunnari að sitja undir sögum um meintan stuðning sinn við Þýskaland nasismans á árunum fyrir stríð. Umfjöllun bókarhöfundar um nasistadaður ungra Sjálfstæðismanna á fjórða áratugnum er afar áhugaverð. Sérstaklega er athyglisvert að sjá hversu sjálfsagt flokksforystunni þótti að horfa til Þýskalands til fyrirmyndar um skipulag og áróðurstækni, s.s. með bún- ingaklæddu fánaliði. Uppgjörið við frjálshyggjuna Líklega hafa þó allmargir stjórnmála- áhugamenn flett hratt í gegnum kaflana um fyrri hluta síðustu aldar, til að kom- ast sem fyrst að „djúsí“ efninu: valda- baráttu Gunnars og Geirs, sem náði hámarki með myndun ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Alþýðubandalags og Gunnarsmanna árið 1980. Fyrrum pólitískir samherjar Gunnars vönduðu honum ekki kveðjurnar vegna hinna meintu svika, sem þeir töldu ein-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.