Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 101

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 101
„ É g e r k ö t t u r i n n m e ð t í u l í f i n “ TMM 2011 · 3 101 En af þessum fyrirhugaða flutningi kantötunnar varð ekki heldur. Gunnar veiktist alvarlega; var með ónýtt bris og fleira úr lagi gengið. Hann var líka þannig gerður að hann átti afar erfitt með að fara í öllu að ráðleggingum lækna. Það kom honum í koll. Árin liðu og jazzkantatan lá óbætt hjá garði. Lítt mögulegt að fá kostunarmenn að slíkum tónleikum á þessum tíma. Gunnar sneri sér að öðrum verkum sem mörg voru flutt með glæsibrag. En óflutt kantantan bjó alltaf í honum eins og sár sem ekki vildi gróa og hann ræddi oft um hana við mig. En allt í einu og óforvarindis byrjaði hann að umskrifa hana, líklega í byrjun níunda áratugarins. Ekki annað að heyra á honum en hann ætlaði að umbylta verkinu. Upprunalega var kantatan tiltölulega einföld í sniðum en nú stefndi hann á að gera hana boldangs-mikið verk með tveimur kórum, einsöngvurum og kammersveit. Það eina sem stæði óbreytt eftir af upprunalegri gerð verksins væri textinn. Ég var auðvitað hrifinn; því stærra tónverk því skemmtilegra fyrir mig. Eiginkona Gunnars, Ásta Thorstensen, lést árið 1985. Í henni hafði hann ekki aðeins átt ástvin og lífsförunaut. Hún var lífsakkeri hans og samherji í tónlistinni. Eftir fráfall hennar stóð hann ekki lengur föstum fótum í tilverunni. Um skeið drakk hann ótæpilega. Heilsu hans hrakaði og hann var oft sárþjáður. Samt sem áður vann hann að tónsmíðum sínum af ótrúlegri elju: „Þetta er bara spurning um að hysja upp um sig buxurnar á morgnana,“ sagði hann við mig. Og hann var aftur byrjaður að fást við „Á jörð ertu kominn“ undir lok níunda áratugarins. Og meira en það: Stjórnandi kórs Langholtskirkju, Jón Stefánsson, byrjaði að æfa verkið, sem og annar kór, Hljómeyki, enda var þetta hin nýja og umskapaða gerð verksins. Og enn átti að flytja kantötuna á Listahátíð. En Jón fékk aldrei í hendurnar nema lítinn hluta af verkinu. Svo illa sem komið var fyrir Gunnari á þessum tíma; veikur og í sálarkreppu eftir fráfall Ástu, var hann ekki fær um að vinna þetta fyrirhugaða stórvirki. Hann veiktist alvarlega og var lagður á spítala. Hann reis upp úr þessum veikindum, náði sér aftur á strik og með honum og Bakkusi urðu algjör vinslit: „Ég hef tíu líf eins og kötturinn,“ sagði hann. „Voru þau ekki níu?“ spurði ég. „Ég er kötturinn með tíu lífin,“ sagði hann. Rétt um það leyti sem hann var á síðustu sopunum áður en hann hjó á tengslin við alkóhólið kom hann í heimsókn til okkar Elsu og hafði flösku með sér í nesti. Þau voru bæði jazzgeggjarar hérumbil frá fæðingu og töluðu varla um neitt annað en jazz þegar þau hittust. Ég var hinsvegar alinn upp við klassík og varð því dálítið utan við þessar samræður. Þar kom að hann sagði við Elsu: „Elsa mín, viltu giftast mér þegar hann Biggi er dauður?“ „Bölvað svín geturðu verið,“ sagði ég. „Að biðja konunnar minnar fyrir framan nefið á mér.“ „Dautt er dautt,“ sagði hann og yppti öxlum. En þótt húmorinn væri alltaf á næstu grösum og hann væri svona staffírugur var heilsan afar tæp og varla sá dagur að hann þjáðist ekki meira eða minna. En vinnuharkan og eljan var söm við sig: „Þetta er bara spurning um að hysja upp um sig buxurnar á morgnana.“ Hann var hinsvegar orðinn ragur við jazzkantötuna: Vinkona hans og söngvari í fyrsta fyrirhugaða flutningnum á Listahátíð, sem og í Hljómeyki þegar byrjað var
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.