Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Blaðsíða 18
S t e fá n J ó n H a f s t e i n
18 TMM 2011 · 3
lausn er aðferð. Henni er beitt miskunnarlaust þessi misserin til að koma
í veg fyrir kerfislegar umbætur. Ég benti á tvær vonarglætur: Rann-
sóknarnefndina, hvernig niðurstöður hennar yrðu meðhöndlaðar, og
stjórnlagaráðið.
Það er slæmt að núverandi stjórn hafi ekki kosið að fylgja eftir rann-
sóknarskýrslunni með frekari úttektum. Mikil ítarvinna er eftir: Óháð
úttekt á lífeyrissjóðunum; önnur á stjórnum sparisjóðanna sem eiga að
nafninu til að vinna fyrir fólkið; rannsókn á starfsháttum og framgöngu
Alþingis í undanfara Hrunsins þarf auðvitað að fara fram utan sala
Alþingis sjálfs. Mikill flór er ómokaður.37 Ef það er skoðun ráðamanna
að ekki megi „ýfa fleiri sár“ er það misskilningur. Enn er of margt á
huldu. Eitt dæmi nægir úr íslenskum samtíma þremur árum eftir Hrun.
Hér er frásögn Eyjunnar.is (júlí 2011) af málefnum Sparisjóðs Kefla-
víkur þar sem ríkið (skattgreiðendur) og Landsbankinn (skattgreið-
endur) takast á um stóran skell:
Árið 2008 jukust innstæður sjóðsins um hartnær þriðjung, eða 16 milljarða
króna. Að stórum hluta var um að ræða innstæður í eigu sveitarfélaga á Suður-
nesjum fyrir og eftir bankahrun […] Mánuði fyrir bankahrun hafði Fjármála-
eftirlitið unnið skýrslu þar sem fram kom að sjóðurinn hefði lánað alls ellefu
milljarða króna til 80 einkahlutafélaga og einstaklinga án haldbærra veða eða
trygginga. […] Meðal lántakendanna voru starfsmenn sjóðsins og stjórnarmenn,
og einnig sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum og aðilar tengdir þeim. […] Ljóst
er að þessi lán fást ekki endurgreidd nema að litlu leyti og mun kostnaður við að
bæta Landsbankanum upp bókfært mat þeirra lenda á ríkissjóði …
Spilling heltekur samfélög. Ótal mektarmenn koma að málum í ein-
hverju sem leikmanni sýnist handrit að glæpamynd. Áttatíu manns á
Suðurnesjum með ellefu milljarða að láni án veða með framlögum frá
sveitarfélögum?
Hafi ljósin verið slökkt í einhverjum herbergjum eftir skýrslu Rann-
sóknarnefndar má sjá bjarma frá Stjórnlagaráði. Ráðið er vitnisburður
um pólitískt hugrekki, fyrst og fremst forsætisráðherra, sem talað hefur
um stjórnlagaþing lengur en elstu menn muna. Að koma þessu í verk
er afrek. Og að ráðið skuli með margvíslegum hætti, og einróma, taka
á mörgum göllum í íslensku stjórnarfari er frábært. Þessi vinna má
ekki koðna niður, en á því er talsverð hætta. Kaldhæðnislaust þá hefur
Aþingi sýnt að það er til alls líklegt þegar drepa þarf málum stjórnlaga
á dreif.
Stjórnlagaráð og vinnan sem það skilaði með málefnalegum hætti
setur stjórnmálaflokkum og -mönnum ný viðmið. Að taka mikilvæg