Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Side 18

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Side 18
S t e fá n J ó n H a f s t e i n 18 TMM 2011 · 3 lausn er aðferð. Henni er beitt miskunnarlaust þessi misserin til að koma í veg fyrir kerfislegar umbætur. Ég benti á tvær vonarglætur: Rann- sóknarnefndina, hvernig niðurstöður hennar yrðu meðhöndlaðar, og stjórnlagaráðið. Það er slæmt að núverandi stjórn hafi ekki kosið að fylgja eftir rann- sóknarskýrslunni með frekari úttektum. Mikil ítarvinna er eftir: Óháð úttekt á lífeyrissjóðunum; önnur á stjórnum sparisjóðanna sem eiga að nafninu til að vinna fyrir fólkið; rannsókn á starfsháttum og framgöngu Alþingis í undanfara Hrunsins þarf auðvitað að fara fram utan sala Alþingis sjálfs. Mikill flór er ómokaður.37 Ef það er skoðun ráðamanna að ekki megi „ýfa fleiri sár“ er það misskilningur. Enn er of margt á huldu. Eitt dæmi nægir úr íslenskum samtíma þremur árum eftir Hrun. Hér er frásögn Eyjunnar.is (júlí 2011) af málefnum Sparisjóðs Kefla- víkur þar sem ríkið (skattgreiðendur) og Landsbankinn (skattgreið- endur) takast á um stóran skell: Árið 2008 jukust innstæður sjóðsins um hartnær þriðjung, eða 16 milljarða króna. Að stórum hluta var um að ræða innstæður í eigu sveitarfélaga á Suður- nesjum fyrir og eftir bankahrun […] Mánuði fyrir bankahrun hafði Fjármála- eftirlitið unnið skýrslu þar sem fram kom að sjóðurinn hefði lánað alls ellefu milljarða króna til 80 einkahlutafélaga og einstaklinga án haldbærra veða eða trygginga. […] Meðal lántakendanna voru starfsmenn sjóðsins og stjórnarmenn, og einnig sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum og aðilar tengdir þeim. […] Ljóst er að þessi lán fást ekki endurgreidd nema að litlu leyti og mun kostnaður við að bæta Landsbankanum upp bókfært mat þeirra lenda á ríkissjóði … Spilling heltekur samfélög. Ótal mektarmenn koma að málum í ein- hverju sem leikmanni sýnist handrit að glæpamynd. Áttatíu manns á Suðurnesjum með ellefu milljarða að láni án veða með framlögum frá sveitarfélögum? Hafi ljósin verið slökkt í einhverjum herbergjum eftir skýrslu Rann- sóknarnefndar má sjá bjarma frá Stjórnlagaráði. Ráðið er vitnisburður um pólitískt hugrekki, fyrst og fremst forsætisráðherra, sem talað hefur um stjórnlagaþing lengur en elstu menn muna. Að koma þessu í verk er afrek. Og að ráðið skuli með margvíslegum hætti, og einróma, taka á mörgum göllum í íslensku stjórnarfari er frábært. Þessi vinna má ekki koðna niður, en á því er talsverð hætta. Kaldhæðnislaust þá hefur Aþingi sýnt að það er til alls líklegt þegar drepa þarf málum stjórnlaga á dreif. Stjórnlagaráð og vinnan sem það skilaði með málefnalegum hætti setur stjórnmálaflokkum og -mönnum ný viðmið. Að taka mikilvæg
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.