Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 75

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 75
A r a b í s k a v o r i ð TMM 2011 · 3 75 kerfis þar sem pólitísk og efnahagsleg völd eru mjög samofin. Þar sem hið æðsta boðorð er að gefa aldrei neitt eftir gagnvart meintum and stæðingum heldur ganga milli bols og höfuðs á þeim. Tími slíkra stjórnar herra er vonandi að renna út – í Ísrael eins og annars staðar. Atburðarásin á herteknu svæðunum getur hins vegar ráðist töluvert af því hvernig mál þróast í Sýrlandi. Bashir al-Assad hefur vissulega verið skilgreindur sem einn af höfuðandstæðingum Ísraels en hann hefur engu að síður átt ríkan þátt í að koma í veg fyrir átök á „landamærum“ Ísraels og Sýrlands þrátt fyrir hernám Ísraels á Golanhæðunum frá því í 6 daga stríðinu 1967. Hann hefur því viðhaldið ákveðnum stöðug- leika á svæðinu. Nú bregður hins vegar svo við að hópar afkomenda palestínskra flóttamanna hafa ítrekað farið yfir landamærin og telja margir að það sé gert með vitund og vilja al-Assad sem með þessu hafi viljað senda Ísraelsmönnum skilaboð um það sem gerast myndi ef þeir blönduðu sér með einhverjum hætti í átök hans við mótmælendur í Damaskus. Skilaboðin eru í raun þau að stjórnvöld í einu landi eigi ekki að skipta sér af meðferð stjórnvalda í öðru landi á þegnum sínum. Ef hins vegar lýðræðisöflin ná undirtökum í Sýrlandi, Egyptalandi og Túnis mun almenningur í þessum löndum eflaust þrýsta á stjórnvöld að styðja siðferðilega og pólitískt við bakið á Palestínumönnum. Málstaður Palestínumanna nýtur einfaldlega mjög víðtæks stuðnings hjá almenn- ingi þessara landa enda margir palestínskir flóttamenn búsettir þar auk þess sem sameiginlegt tungumál og menningararfur tengir fólkið saman. Öðru máli gegnir um gyðinga í Ísrael sem tala hebresku og eiga að ýmsu leyti meira sameiginlegt með Evrópu en arabaheiminum. Margir líta einfaldlega á Ísrael sem ruddann á svæðinu sem kominn sé tími til að stoppa af. En arabíska vorið gæti líka haft í för með sér nýja nálgun á deilur Ísraels og Palestínumanna. Kynslóðir í arabaheiminum hafa verið aldar upp við að skipta frelsi út fyrir meint öryggi. Valdstjórnirnar hafa slegið eign sinni á samúð fólksins með Palestínumönnum og notað deiluna við Ísrael til að brjóta hvers kyns andstöðu á bak aftur og réttlæta neyðarlög og mannréttindabrot. Þar með hafa þau gert bæði eigið fólk og Palestínumenn að fórnarlömbum sem á endanum dregur allan mátt úr fólki. Margir Egyptar eiga erfitt með koma heim og saman því áratuga harðræði sem þeir hafa mátt þola í nafni málstaðar Palestínumanna og svo hinu að Egyptaland er helsta stoðin undir ameríska „friðarferlinu“ í Miðausturlöndum. Margt ungt fólk lítur á þetta sem átök fyrri kynslóða og er búið að fá nóg af þessari deilu. Þau vilja ná henni upp úr þeim djúpu hjólförum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.