Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Blaðsíða 23

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Blaðsíða 23
R á n y r k j u b ú TMM 2011 · 3 23 tilkostnaði. Þannig stækkaði Ísland óbeint og færði okkur hámenntað atgervisfólk á ýmsum sviðum með reynslu af stóra heiminum. 31 Einar Steingrímsson stærðfræðiprófessor á heiðurinn af þessu hugtaki: and-verðleika samfélag. Sjálfur var ég svo barnalegur að halda að kerfið ynni bara gegn verðleikum. En það REFSAR stundum fyrir verðleika, því verðleikar ógna þeim sem sitja fyrir á f leti í krafti kerfisins. Besta leiðin til þess er útilokun. Ég geng ekki svo langt að fullyrða að samfélagið sé gegnsýrt af svona tossabandalögum, en þau má finna ótrúlega víða. 32 Svo maður vitni í „ríki sem við viljum bera okkur saman við“ þá hafa þau stærðina til að vinna gegn andverðleikastefnunni hjá pólitísku klíkunum; menn hafa val um vettvang og geta sannað sig annars staðar. Ef ekki vill betur. Jafnvel ögrað kerfinu. Hjá okkur er mun hættulegra og persónulegra að fara út fyrir rammann. Þetta er góð röksemd fyrir því að Ísland gangi í bandalag með öðrum þjóðum og „stækki“ reynsluheim og æfingavöll komandi kynslóða. 33 Hér er stór akur óplægður. Góð innsýn í þennan heim fæst í grein Hallgríms Helgasonar í TMM (nóv. 2010), „Draugur Group“. Einnig Guðna Elíssonar, „Árið núll“, í sama hefti. 34 Í Alþingiskosningunum 1995 (eftir fyrsta kjörtímabil Davíðs Oddssonar á forsætisráðherra- stóli) buðu vinstrimenn upp á mikið úrval: Alþýðuflokk, sem var klofinn í Þjóðvaka, Alþýðu- bandalag sem var klofið að rótum en hékk saman á nafnspjaldinu, og Kvennalista. Þau skíttöpuðu öll og Framsókn og íhald náðu saman með samtals 40 þingmenn af 63. Úrvalið til vinstri fékk 23. Þetta var ári eftir stórsigur R-listans í Reykjavík. Þá loks varð mönnum ljóst að samfylking var eina svarið. 35 Alls ekki má gera lítið úr því hversu uppbyggingu úr rústunum miðar. Það nánast ofurmann- lega verk sem beið eftir Hrunið hefur verið unnið svo að nú blasir við mun betra ástand í efnahagslegu tilliti. Á sínum tíma var engum til að dreifa nema Jóhönnu og Steingrími að bretta upp ermar og vandséð hverjum hefði tekist betur til en þeim, fyrstu skrefin eftir Hrun, þrátt fyrir allt, eins og staðan er nú. 36 Sjá t.d. www.stefanjon.is 37 Rétt áður en þessi grein fór í prent var skýrt frá rannsókn á falli sparisjóðanna, hún hefst þremur árum eftir Hrun og þegar langt er liðið á kostnaðarsaman björgunarleiðangur skatt- borgaranna. 38 Stefán Jón Hafstein, (2005): „Breytum rétt, leið jafnaðarmanna til móts við 21. öldina“; sjá www. stefanjon.is 39 Rammaáætlun um náttúrunýtingu, sem kom loks út í ágúst 2011 er að stofni til gott dæmi um hvernig á að vinna mál – en hvers vegna í ósköpunum 50 árum of seint? (Það er ekki tilviljun í rányrkjubúinu). 40 Á næstunni fara fram úrslitapróf um getu stjórnmálakerfisins. Meðferðin á tillögum stjórn- lagaráðs verður mikilvæg; rammaáætlun um virkjanir gæti orðið grunnur að þjóðarsátt, en líka fjallabaksleið fyrir næsta umhverfisskúrk sem vill „affriða“ í anda Sivjar Friðleifsdóttur. Innan flokka er gerjun, Samfylkingin ætlar að setja sér umbótareglur haustið 2011, framkvæmd en ekki orð verða metin. Þar munu menn horfa til þess sem varð um tillögur Framtíðarhópsins og plaggsins um Fagra Ísland. En umfram allt mun orðstír núverandi ríkisstjórnar lifa í þeim siðbótarverkum sem hún á enn eftir að koma í framkvæmd. 41 Vegna þess að ég minntist á Stefán Ólafsson prófessor áður má minna á víðtækar skilgreiningar hans á hagsæld andspænis þröngum kröfum um sívaxandi hagvöxt. Þessi aðferð er löngu viðurkennd innan Sameinuðu þjóða-kerfisins og miklu víðar þótt Samtök atvinnulífsins og ASÍ vilji ekki við kannast. 42 Hér verða vinstrimenn og félagshyggjufólk að átta sig á að það á samleið með stórum hópi þeirra sem kosið hafa Sjálfstæðisflokkinn. Og ögurstund er runnin upp hjá mörgum Sjálf- stæðismanni: Kjarninn í f lokknum sem virðir hin gömlu gildi á enga leið með auðræðinu – og því síður gamla kvalræðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.