Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Blaðsíða 133

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Blaðsíða 133
Á d r e p u r TMM 2011 · 3 133 helstu sérkennum textans, líta einmitt hjá því óræða orðalagi sem greinir hann frá öðrum ljóðabálkum. Ennfremur segir Þorsteinn (bls. 14): Gagnsæjum vængjum/ flýgur vatnið til baka/ gegn viðnámi sínu […] Það er myndhverfing sem svarar til þeirrar myndar Halldórs [Laxness] að fossinn renni upp í móti. […] Er ekki eðlilegra að lesa erindið bókstaflega: „Hið rauðgula hnoða“ er rauðgult hnoða og þarf ekki frekari skýringar við. […] að þar glitti í goðsagna- og þjóðsagnaminnið um „leiðarhnoðað“ sem vísaði mönnum leið úr ógöngum. [… bls. 16] En það mætti líka lesa ljóðið táknlestri, lesa það sem ljóð Steins um Stein Steinar skáld. Hvíta höndin í fyrsta og þriðja erindi væri þá tilvísun til hinnar visnu handar skáldsins. Miðerindið lýsir því með myndrænum hætti hve líf hans er valt. Við dauða hans hverfur tíminn; „og loks er eins og ekkert hafi gerst. [Og líf mitt stóð kyrrt/ eins og kringlótt smámynt/ sem er reist upp á rönd] Þannig túlkar Þorsteinn áfram, og er ástæðulaust að rekja það hér, fólk getur lesið grein hans. En þessi túlkunarleið er eins og hjá þeim Silju og Matthíasi, og skýrir það væntanlega þá staðreynd að hann vísar aldrei til þeirra! Ég tek hér atriði úr grein Silju. Hún hefur vissulega fyrirvara (bls. 36): Það er erfiðara um vik að fullyrða um nákvæmar skoðanir skáldsins í Tíman- um og vatninu, þar er talað í myndum og gátum. [en í framhaldi er m.a., bls. 37:] í seinni bókum sínum, einkum Tímanum og vatninu, hvarf Steinn frá hefðbundinni notkun lita og litaði sjálfur bæði hluti og hugtök. Sérkennilegt við þá breytingu var að hvíti liturinn, litur hinnar visnu handar, kom í stað dökkra lita á sorg og dauða. Hin hvíta fregn skáldsins er eflaust ekki hvít af neinni tilviljun, hún gæti verið kvíðafull spá þess um framtíð jarðarbarna, en þau hlusta ekki, sofa bara. Matthías sagði (bls. 215): Í næsta kvæði er hin hvíta fregn um krossfestinguna flutt „yfir sofandi jörð“ og þau orð falla eins og vornæturregn í ísblátt vatnið, þ.e. upprisa, þrátt fyrir allt [o.áfr.] Silja hefur það sér til réttlætingar að hún er að leita vitnisburða um tilvistar- hyggju í ljóðasafni Steins. Um Þorstein gegnir öðru máli, hann stefnir að heild- artúlkun á Tímanum og vatninu. En sameiginlegt túlkunum Silju, Þorsteins, Matthíasar og fleiri, er þrátt fyrir alla fyrirvara að lesa lýsingu raunveruleik- ans úr mótsögnum Tímans og vatnsins. Ég er þessu algjörlega ósammála, eins og ég rek í tilvitnaðri grein minni. Þor- steinn vísar til umfjöllunar minnar um Tímann og vatnið í bókinni Kóralforspil hafsins, 1992. Þar er fjallað um verkið á bls. 80–104, og vitaskuld er þar tekin afstaða til fyrri túlkana. En fyrst ég fjallaði aftur um efnið þrettán árum síðar, og í mun lengra máli, þá mætti öllum ljóst vera að sú túlkun kemur í stað hinnar fyrri. Ekki breytt niður- staða, en ítarlegri rök. Þar er líka vikið að fleiri túlkunum, m.a. Matthíasar. Í þessari grein minni frá 2005 rek ég mörg dæmi þess að í ljóðabálkinum sé vandlega girt fyrir röklegan skilning með mótsögnum af tagi surrealisma. Ekki vill Þorsteinn fallast á það og færir þau rök að 2. erindi 7. ljóðs sé dæmi- gerður surrealismi: Dagseldur, ljós, í kyrrstæðum ótta gegnum engil hraðans, eins og gler. Það er hinsvegar mjög fjarri því að vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.